Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 34 Öll berum vid ábyrgd Kennari rifjar upp og útskýrir hugtökin: • Ójöfnuður – sumir fá og eiga meira en aðrir. • Neyslusamfélag – við kaupum bæði nauðsynjar og óþarfa, og hendum miklu. • Lífsstíll – hvernig lífi við lifum. • Ræðir hvernig ólík menningar og samfélög skilgreina hvað telst nauðsynlegt til góðs lífs. Sýnir dæmi úr ólíkum heimshlutum, t.d. búddamunkar sem lifa einföldu lífi eða vestræn samfélög þar sem ákveðnir hlutir eru taldir sjálfsagðir. Verkefni fyrir nemendur • Nemendur skrifa niður þrjú dæmi um hluti eða þjónustu sem þeir telja nauðsynlega í sínu lífi. • 10 mínútna ritun: Hvaða litlu breytingu gætir þú gert á lífsstíl þínum sem myndi hjálpa til við að bæta heiminn? Eniga meniga Kennari útskýrir mismunandi leiðir til að greiða fyrir vörur og þjónustu: seðlar, mynt, greiðslukort, farsímar og snjallúr. Sýnir nemendum myndir af ólíkum dæmum af greiðslumiðlum (seðlum, kortum o.fl.) og útskýrir hvað felst í rafrænum greiðslum. Ræðir kosti og galla rafrænna greiðslna, t.d. þægindi eða hætta á að missa yfirsýn yfir eyðslu. Tekur dæmi um hvernig greiðsla „ósýnilegra peninga“ getur haft áhrif á fjármálavitund. Peningarnir pínir Kennari útskýrir hvað felst í fjármálalæsi og hvers vegna það er mikilvægt að byrja snemma að læra að umgangast peninga á ábyrgan hátt. Skilgreinir hugtakið „að forgangsraða“ og sýnir dæmi um óskalista þar sem þarf að velja hvað kemur fyrst. Ræðir við nemendur um muninn á þörfum og löngunum. Tekur dæmi og tengir við sjálfbærnihugtakið: Ef þú ert að safna fyrir hjóli, hvernig geturðu ákveðið að sleppa öðrum hlutum til að ná markmiðinu? Verkefnahugmyndir: • Nemendur skrifa eigin óskalista með fimm hlutum eða upplifunum sem þeir vilja fá. Setja hlutina í röð frá því sem er þeim mikilvægast til þess sem er minnst mikilvægt. Hugleiða: Er eitthvað á listanum sem er þörf og eitthvað sem er löngun? Hver er munurinn?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=