Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 33 Ójöfn skipting Kennari útskýrir hvað felst í því að jörðin sé gjöful og geti brauðfætt alla, en að dreifing auðlinda og tækifæra sé oft ójöfn. Kynnir muninn á jafnrétti (allir hafa sömu réttindi og tækifæri) og jöfnuði (sumum er hjálpað meira til að ná sömu stöðu og aðrir). Segir frá sögu barna í vinnu í fortíðinni og í sumum fátækari löndum í dag og tengir við rétt barns til menntunar samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (28. grein). Nota dæmið frá Afganistan til að ræða mismunandi menntunartækifæri stúlkna og drengja og áhrif samfélagslegra reglna. Verkefnahugmyndir: • Umræðuverkefni: Er rétt að hjálpa sumum meira en öðrum til að jafna tækifæri? Af hverju/af hverju ekki? • Nemendur gera lista yfir atriði sem börn þurfa að hafa til að geta gengið í skóla (t.d. aðgang að skóla, skólagögn, stuðning frá fjölskyldu). Lífsskilyrdi Kennari útskýrir hugtökin lífsskilyrði, lífsgæði og ójöfnuður með dæmum úr daglegu lífi nemenda. Leggur áherslu á að ójöfnuður sé ekki aðeins spurning um peninga, heldur einnig aðgang að grunnþörfum eins og vatni, mat, menntun og heilbrigðisþjónustu. Minna á að jöfn tækifæri eru hluti af mannréttindum. Verkefnahugmyndir: • 10 mínútna ritun: Skrifaðu með eigin orðum hvað lífsgæði þýða. Nemendur teikna mynd sem sýnir tvö heimili – eitt með miklum lífsgæðum og annað með litlum lífsgæðum. Skrifa stuttan texta við myndina. Ég á petta, ég má petta Kennari rifjar stuttlega upp söguna Dýrin í Hálsaskógi og útskýrir boðskapinn: vinátta, virðing, bann við ofbeldi og þjófnaði. Bendir á hvernig reglurnar í sögunni tengjast reglum í samfélaginu okkar. Ræðir hvernig einfaldar reglur geta tryggt að allir búi við öryggi og sanngirni. Tengir þetta við hugtakið borgaravitund og mikilvægi þess að allir fylgi sameiginlegum reglum. Ef nemendur þekkja söguna um Dýrin í Hálsaskógi vel er tækifæri til að fara á dýptina. Er íbúafundurinn sem Bangsapabbi stjórnar lýðræðislegur? Er krafan á að Mikki refur breyti hátterni sínu raunverulega sanngjörn? Hvað finnst nemendum um það hvernig Lilli klifurmús aflar sér matar? Verkefnahugmyndir: • Nemendur bera reglurnar í sögunni saman við reglur í skólanum. Eru þær svipaðar? • Nemendur búa til sínar eigin „þrjár reglur“ sem myndu gera heiminn betri stað. • Hópverkefni: Af hverju þurfa samfélög að hafa reglur?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=