Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 32 Lífsstíll • Hvernig við lifum lífinu, hvað við eigum, neysluvenjur og hvað við teljum nauðsynlegt. Neyslusamfélag • Samfélag þar sem fólk kaupir mikið af vörum og þjónustu og hendir oft hlutum sem gætu nýst lengur. Forgangsröðun • Að ákveða hvað er mikilvægast að kaupa eða gera fyrst. Auglýsingar • Tilmæli eða kynningar sem reyna að sannfæra fólk um að kaupa vöru eða þjónustu. Gjaldmiðill • Peningar sem notaðir eru í ákveðnu landi til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Skattar • Peningar sem íbúar borga til ríkis og sveitarfélaga til að borga fyrir sameiginlega þjónustu. Opinber þjónusta • Þjónusta sem ríki og sveitarfélög veita, t.d. skólar, sjúkrahús og vegir. Samfélagsleg ábyrgð • Að leggja sitt af mörkum til að bæta samfélagið og hugsa um aðra. Áður en gamanið hefst Mikilvægt er að fá nemendur til að hugsa um eigin stöðu í samfélaginu og hvernig þeir geta lagt sitt af mörkum. Spyrja til dæmis: „Hvað þýðir það að vera góður borgari?“ eða „Er það alltaf sanngjarnt að allir fái jafnt, eða ættu sumir að fá meiri aðstoð?“ Reyna að skapa umræðu um réttlæti, jöfnuð og ójöfnuð, bæði milli ríkja og innan þeirra. Ræða hugtakið lífsgæði út frá spurningunni: „hvað er nauðsynlegt til að lifa góðu lífi?“ Tengja umræðuna við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sérstaklega rétt barna til menntunar og verndar. Ræða líka fátækt og lífsstíl, og hvernig neysluvenjur okkar og lífsstíll geta haft áhrif á samfélag og umhverfi, bæði á Íslandi og annars staðar. Láta nemendur velta fyrir sér hvernig samfélag byggist á samvinnu, virðingu og ábyrgð og hvernig ákvarðanir hvers og eins geta haft áhrif á stærri heild. Samvinna er málid Kennari útskýrir hugtakið borgaravitund og ræðir um réttindi og skyldur í mismunandi samfélögum, stórum og smáum. Sýnir dæmi um lýðræði, t.d. kosningar í skóla eða sveitarfélagi, og hvernig einstaklingar geta haft áhrif. Kynnir hugtakið hatursorðræða og fjallar um ábyrgð í samskiptum, sérstaklega á netinu. Tengir við fyrri umfjöllun um Gretu Thunberg og Malölu Yousafzai sem dæmi um áhrif borgaravitundar. Verkefnahugmyndir • 10 mínútna ritun: Útskýrðu með eigin orðum hvað borgaravitund merkir. • Umræðuverkefni: Hugsið um aðstæður þar sem þið getur haft áhrif í skólanum eða í ykkar nærumhverfi. Lýsið einni hugmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=