Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 31 Audæfi heimsins Um kaflann Þessi kafli fjallar um hvernig við sem einstaklingar og samfélög deilum gæðum heimsins, berum ábyrgð hvert gagnvart öðru og tökum þátt í að skapa réttlátara samfélag. Nemendur fá að kynnast hugtakinu borgaravitund – að vita af réttindum sínum og skyldum og axla ábyrgð innan samfélagsins, hvort sem það er fjölskyldan, skólinn, Ísland eða allt mannkynið. Hugtök kaflans og útskýringar Borgaravitund • Að vita af réttindum og skyldum sínum í samfélaginu og axla ábyrgð á gjörðum sínum. Réttindi • Frelsi sem við eigum að hafa, t.d. réttur til menntunar og öryggis. Skyldur • Það sem við eigum að gera, t.d. fara eftir lögum og sýna öðrum virðingu. Ábyrgð • Að bera ábyrgð á því sem við segjum og gerum og hvaða áhrif það hefur á aðra. Haturorðræða • Þegar sagt eða skrifað er eitthvað særandi eða niðrandi um ákveðna hópa. Jöfnuður • Þegar allir fá jafn mikið af gæðum eða tækifærum. Jafnrétti • Þegar öllum er gefinn sami möguleiki, jafnvel þó að sumir fái meiri aðstoð til að ná markinu. Ójöfnuður • Þegar gæðum eða tækifærum er misskipt milli fólks eða hópa. Lífskjör • Hversu vel fólk getur framfleytt sér, t.d. hvort það hefur húsaskjól og nægan mat. Lífsgæði • Hversu góðu lífi fólk lifir, t.d. með aðgangi að hreinu vatni, menntun og heilsugæslu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna • Alþjóðasamningur sem tryggir börnum réttindi, t.d. til verndar, menntunar og þátttöku. Fátækt • Þegar fólk hefur ekki nægar tekjur eða aðgang að grunnþörfum eins og mat, vatni eða húsnæði.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=