Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 30 Eiturefni Kennari útskýrir hvað eiturefni eru og hvernig þau geta borist í náttúruna. Sýnir til dæmis myndir eða stutt myndskeið um olíuleka, plast í sjónum eða áhrif skordýraeiturs á dýralíf. Útskýrir hvað umhverfisvænar vörur eru og hvernig vottorð tryggja að þær séu öruggari. Verkefnahugmyndir: • Heimaverkefni: Hversu margar vörur í eldhúsinu eða baðherberginu eru merktar sem umhverfisvænar? Skrá niður og bera saman í bekknum. MEIRA OG FLEIRA Listaverkið Nemendur safna saman rusli eða endurnýtanlegum hlutum sem þau vilja nota til að búa til listaverk. Fyrirmæli: • Hugsaðu um hvernig hægt er að breyta rusli í eitthvað fallegt eða áhugavert. • Gerðu listaverk sem endurspeglar þina hugmynd um endurnýtingu og sjálfbærni. • Skrifaðu stutta lýsingu (2–3 setningar) um listaverkið: úr hvaða efnum það er og hvaða skilaboð þú vilt senda. Ruslið heima Nemendur skrá í eina viku hvað fer í ruslið heima af mat og ígrunda hvernig væri hægt að nýta hann betur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=