Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 29 Matarsóun Kennari ræðir við nemendur um hvort þeir hafi séð eða lent í að miklum mat sé hent eftir veislur eða máltíðir. Útskýrir hugtakið matarsóun og tengir það við vistspor og áhrif á umhverfið. Ræðir um 29. september – alþjóðadag gegn matarsóun – og hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Verkefnahugmyndir: • Skipuleggja í hópum afmælisveislu eða viðburð þar sem markmiðið er að hafa sem minnsta matarsóun – gera matseðil og innkaupalista • Skrifa niður þrjár leiðir til að minnka matarsóun í skólanum • Teikna eða gera veggspjald með slagorði sem hvetur fólk til að borða matinn sinn • Reikningsdæmi: Ef 10 manns áttu að koma í pítsuveislu en aðeins 6 mæta, hversu mikið af matnum gæti farið til spillis? Rusl, rusl og meira rusl Kennari útskýrir að ástæður fyrir því að við hendum mat eða hlutum geta verið margvíslegar – ekki alltaf af nauðsyn. Sýnir dæmi um hluti sem hægt er að endurvinna og hluti sem ekki er hægt að endurvinna. Útskýrir hvernig endurvinnsla virkar og hvaða áhrif hún hefur á umhverfið, sparnað og auðlindanýtingu. Dæmi: fiskiroð sem verður að húðkremi og plastflöskur sem verða að flíspeysum. Verkefnahugmyndir: • Skrifa lista yfir hluti sem þið notið í daglegu lífi og skipta þeim í tvo flokka – hægt að endurvinna / ekki hægt að endurvinna • Teikna mynd af hlut sem þeir myndu annars henda, en breyta í eitthvað nýtt (t.d. gamall bolli verður blómapottur) Tyggjókarlinn Kennari sýnir mynd eða frétt um Guðjón Óskarsson. Til dæmis hér: Ætlar að losa miðborgina við 38 þúsund tyggjóklessur „Ég hef saknað hans mjög mikið undanfarið“ Verkefnahugmyndir: • Finna dæmi um annað fólk (frægt eða ekki þekkt) sem hefur gert eitthvað gott fyrir samfélagið sitt án þess að fá greitt • Skrifa stutta sögu eða teikna mynd af „hetju umhverfisins“ í sínu hverfi • Fara út með nemendur og hreinsa hluta af skólalóðinni • Velja einn hlut sem þeir geta sjálfir gert til að bæta umhverfið og segja frá því

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=