Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 28 Plast, plast og meira plast Kennari segir frá uppfinningu plasts um aldamótin 1900 og hvers vegna það varð strax vinsælt (létt, sterkt, ódýrt). Útskýrir helsta vandamálið: plast eyðist ekki í náttúrunni heldur brotnar niður í örplast sem hverfur ekki. Ræðir við nemendur hversu margar vörur innihalda plast, hægt að telja upp hluti í umhverfi kennslustofunnar (símar, tölvur, leikföng, umbúðir, fatnaður, skór). Verkefnahugmyndir: • Nemendur skrifa niður lista um kosti og galla plasts. Neysla Kennari útskýrir hugtakið neysla: Allt sem við kaupum og notum. Spyr nemendur hvort þeir kaupi ný föt vegna tísku eða vegna þess að þau séu orðin ónýt. Ræðir hvað verður um vörurnar eftir að við hættum að nota þær (rusl, endurvinnsla, endurnýting). Útskýrir tengsl milli neyslu, framleiðslu og úrgangs. Rifjar upp hugtakið vistspor og sjálfbærni og hvernig vistsporið það stækkar með aukinni framleiðslu og rusli. Verkefnahugmyndir: • Nemendur gera lista yfir fimm hluti sem þeir keyptu síðast. Skrifa hvort þeir geti notað þá lengur, lánað eða endurnýtt þá. • Umræður: Hvernig getum við minnkað óþarfa neyslu í skólanum? • Nemendur teikna hringrás frá framleiðslu hlutar að því að hann endi í ruslinu. Lífsvenjur – ad kaupa, nota og henda og erum vid ad drukkna í drasli Kennari útskýrir hugtakið „kaupa, nota og henda“ lífsstíll og hvernig hann einkennir neyslusamfélög. Ber saman lífsstíl í ríkum löndum og fátækari löndum. Ræðir af hverju við flokkum rusl og hvaða áhrif endurvinnsla hefur á umhverfið. Útskýrir hvernig endurvinnsla sparar orku og auðlindir, minnkar úrgang og dregur úr mengun. Tekur dæmi um hluti sem hægt er að endurnýta eða framleiða úr endurunnu efni. Kynnir hugtökin urðun, gróðurhúsalofttegundir og sjónmengun með myndum eða myndböndum. Verkefnahugmyndir: Nemendur gera teiknimyndasögu í tveimur hlutum. Teikna tvær myndir: • Ferill vöru sem endar í urðun. • Ferill vöru sem er endurunnin og fær nýtt líf. Skrifa stuttan texta um af hverju endurvinnsla skipta máli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=