Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 27 Áður en gamanið hefst Það getur verið áhugavert að byrja á því að setja fram spurningar eins og „hvaða vandamál getur þú nefnt og hvernig heldur þú að þau hafi áhrif á lífið á jörðinni?“ Þetta getur leitt yfir í samtal um sameiginlega ábyrgð okkar sem jarðarbúa og hvernig við deilum jörðinni með öllum lífverum. Kennari útskýrir hvað felst í hnattrænum vandamálum og að þau snerta okkur öll, en að þau séu líka leysanleg. Ræðið hlýnun jarðar, orsakir hennar og áhrif á náttúru og samfélög, og tengið við dæmi úr daglegu lífi nemenda. Hægt er að ræða plastmengun og útskýra hvað plast er, hvers vegna það brotnar ekki niður og hvaða áhrif það hefur á vistkerfi. Beina síðan umræðunni að neyslu og úrgangi, sérstaklega „kaupa, nota, henda“-lífsstílnum, og hvernig hann hefur áhrif á vistspor okkar. Að lokum gæti verið skemmtilegt að ræða mikilvægi skordýra, sérstaklega býflugna og humla, fyrir lífríkið – jafnvel þó að sumum finnist þau óþægileg. Ein jörd fyrir okkur öll Kennari útskýrir hugtakið hnattræn vandamál og gefur dæmi: stríð, náttúruhamfarir, mengun, hækkandi hitastig. Ræðir við nemendur um það að þó að fréttir virðist oft neikvæðar séu líka til jákvæðar fréttir. Verkefnahugmyndir: • Heimaverkefni: Nemendur taka stutt viðtal við foreldra, afa eða ömmu um hvaða hnattrænu vandamál voru rædd þegar þau voru börn. • Teikna eða gera veggspjald með einu hnattrænu vandamáli og lausn sem nemendur vilja leggja til. Hækkun hitastigs Kennari útskýrir hvað hækkun hitastigs þýðir og hvernig það hefur áhrif á náttúruna, bæði á Íslandi og í heiminum. Sýna myndir eða myndskeið af bráðnun jökla á Íslandi. Ræðir um afleiðingar: hækkun sjávarborðs, meiri rigningar og flóð, þurrka. Útskýra muninn á veðurbreytingum af mannavöldum og náttúrulegum veðurbreytingum. Taka dæmi um aðgerðir sem hægt er að grípa til til að minnka áhrif mannsins á loftslagið (t.d. minnkuð sóun, orkusparnaður, endurnýjanleg orka). Verkefnahugmyndir: • Finnið þrjár afleiðingar hækkandi hitastigs og skrifið þær niður. • Teiknið mynd sem sýnir hvernig bráðnun jökla hefur áhrif á dýralíf eða fólk. • Umræður: Hvaða aðgerða getum við gripið til hér á Íslandi til að hægja á bráðnun jökla? Búið til slagorð eða kröfuspjöld sem hvetja fólk til að vernda jöklana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=