Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 26 Lífid á jördinni Um kaflann Kaflinn fjallar um hvernig við mennirnir eigum í samskiptum við jörðina og náttúruna, hvaða áhrif við höfum á umhverfið og hvernig við getum tekið ábyrgð. Hann nær yfir viðamikil málefni eins og hnattræn vandamál (stríð, náttúruhamfarir, mengun), hlýnun jarðar, plastmengun, ofneyslu, úrgang, endurvinnslu, matarsóun, eiturefni í umhverfinu og mikilvægi dýra- og skordýraverndunar. Einnig er fjallað um hvernig lífsstíll okkar hefur bein áhrif á vistspor okkar og framtíð jarðar. Markmiðið er að nemendur átti sig á að við búum á sameiginlegu heimili – jörðinni – og að allir geta lagt sitt af mörkum til að bæta ástandið. Hugtök kaflans og útskýringar Hnattræn vandamál • Vandamál sem snerta allan heiminn, til dæmis stríð, mengun, loftslagsbreytingar og matarskortur. Hlýnun jarðar • Þegar hitastig á jörðinni hækkar, meðal annars vegna mengunar, og hefur áhrif á veður, jökla og lífverur. Hamfarahlýnun? Loftslagsbreytingar Plastmengun • Þegar plast safnast upp í náttúrunni þar sem það brotnar ekki niður og getur skaðað dýr og umhverfi. Endurvinnsla • Ferlið þegar notuðum hlutum eða efnum er safnað, þau flokkuð og breytt í nýjar vörur. Ofneysla • Þegar við kaupum meira en við þurfum, sem veldur meiri framleiðslu, meiri úrgangi og meiri mengun. Matarsóun • Þegar matur sem er enn góður er hent í stað þess að vera borðaður. Eiturefni • Efni sem eru hættuleg fyrir fólk, dýr eða náttúruna og geta mengað vatn, loft eða jarðveg. Skordýravernd • Að vernda skordýr sem eru mikilvæg fyrir náttúruna, til dæmis býflugur og humlur sem hjálpa plöntum að vaxa. „Kaupa, nota, henda“-lífsstíll • Þegar hlutum er hent fljótt í stað þess að nota þá lengi eða endurnýta. Endurnota, endurnýta, endurvinna? Villigarður • Svæði sem er látið óhirt svo að blóm, grös og plöntur vaxi villt og skapi skjól og fæðu fyrir skordýr.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=