Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 25 Nemendur eiga að: Skoða staðinn – hvernig er umhverfið og loftslagið? Hvaða auðlindir er hægt að nýta á sjálfbæran hátt? Hvaða áskoranir eru á staðnum? Ákveða hvað þarf að taka með – matur, vatn, verkfæri o.s.frv. Hugsa um orku – hvaðan fá vísindamenn rafmagn? (sólarorka, vindorka, vatnsorka?) Ath. sjálfbærni. Skipuleggja daglegt líf – hvernig geta 20 manns lifað þar í 5 ár? Hvað gera þau á daginn? Hvernig losa þau úrgang á sjálfbæran hátt? Velja hópinn – hvaða fólk þarf? Læknir? Vísindamaður? Kokkur? Byggja líkan af stöðinni úr endurnýtanlegu efni (t.d. skyrdollum, pappakössum, gömlum leikföngum...) Búa til veggspjald sem segir frá stöðinni. Á veggspjaldinu á að koma fram: • Hverjir búa á stöðinni? • Hvaðan kemur orkan? • Hvernig er daglegt líf? • Hvernig eru aðstæður á staðnum? Nemendur kynna stöðina fyrir bekknum: • Sýna líkanið. • Segja frá stöðinni og hvað var erfitt eða auðvelt. • Útskýra hvernig orkan virkar. • Segja hvað þeir lærðu. ATH.: Ráðlegt er að gera ráð fyrir um það bil viku í þetta verkefni og undirbúa það með því að safna endurnýtanlegu efni. Nemendur mega aðeins nota endurunnið efni í líkanið en í kennslustofunni þurfa að vera verkfæri eins og skæri, lím, límbönd, málning o.s.frv. Flokkunarspil Nemendur búa til spjöld með myndum af mismunandi auðlindum (t.d. gull, fiskur, vindur, kol, sól, jarðhiti). Þeir flokka svo í tvo hópa: endurnýjanlegar og óendurnýjanlegar.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=