Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 24 Kolefnisspor er önnur mæliaðferð sem er notuð til þess að sýna hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda, eins og jarðefnaeldsneyti, kol, olíu og gas, hver einstaklingur losar beint eða óbeint út í andrúmsloftið í sínu daglega lífi. Til dæmis með því að velja samgöngumáta, neyta matar og drykkja og svo framvegis. Búseta hefur mikil áhrif á stærð kolefnisspors einstaklings og hvaða áhrif hann hefur á umhverfið. Margir búa við allsnægtir og neyta gríðarlega mikils á hverjum degi og svo er fólk víða um heim sem líður skort og hefur ekki aðgang að auðlindum sem tryggja mannsæmandi líf, menntun og heilbrigðiskerfi. Þau sem eru með stærra vist- og kolefnisspor eru með það því þau nota auðlindir frá fólki sem býr við bág kjör í dag. Verkefnahugmyndir: • Umræðuverkefni: Hvaða ríki haldið þið að séu mestu neyslupésarnir? En minnstu? • Á netinu er hægt að finna mismunandi útgáfur af reiknivélum sem reikna vistspor og kolefnisspor. Þær eru misnákvæmar og krefjast oft töluverðra upplýsinga sem nemendur búa ef til vill ekki yfir varðandi heimili sín. Hér eru tvær reiknivélar til að reikna út kolefnissporið þitt. Annars vegar íslensk og hins vegar ensk reiknivél. • Íslensk reiknivél til að reikna kolefnisspor: • Ensk reiknivél til að reikna kolefnisspor: Vistvænar samgöngur Kennari útskýrir tengslin milli samgangna og vistspors. Tekur dæmi um ólíkar samgöngur: bíla sem ganga fyrir bensíni/olíu, rafmagnsbíla og almenningssamgöngur. Útskýrir að rafmagnsbílar séu umhverfisvænni en hefðbundnir bílar en samt ekki fullkomlega lausir við mengun. Ræðir um svifryk: hvað það er, hvernig það myndast og hvaða áhrif það hefur á heilsu. Leggur áherslu á að minnka vistspor með því að ferðast minna eða velja umhverfisvænni kosti. Verkefnahugmyndir: • Umræðuverkefni: Hugsið um ykkar eigin ferðir í vikunni – hvernig gætuð þið minnkað vistsporið ykkar? MEIRA OG FLEIRA Rannsóknarstöðin Nemendur ímynda sér að þeir séu vísindamenn sem þurfi að búa á sérstökum stöðum í fimm ár við rannsóknarstörf. Þeir verða að lifa af og passa að menga ekki umhverfið – vera sjálfbær. Nemendur eiga að hanna stöðina sína. Staðirnir geta til dæmis verið: • Amazon-frumskógurinn • Sahara-eyðimörkin • Suðurskautslandið • Síberíutúndran • Surtsey

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=