Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 23 Greta Thunberg Kennari segir frá Gretu Thunberg, til dæmis með því að sýna myndir eða myndskeið af Gretu, og bendir á hvernig mótmæli hennar vöktu heimsathygli. Tengja þetta við Ísland og segja frá krökkum sem söfnuðust saman á Austurvelli fyrir framan Alþingi. Verkefnahugmyndir: • Umræðuverkefni: Af hverju haldið þið að mótmælin hennar Gretu hafi vakið svona mikla athygli? • 10 mínútna ritun: Hverju vilt þú mótmæla og/eða breyta eða er hægt að breyta heiminum með aðgerðum eins og mótmælum?? • Búa til lítil kröfuspjöld með setningum eða slagorðum sem snúa að umhverfinu. Græni veggurinn Kennari útskýrir hugtakið eyðimerkurmyndun og tengir það við orsakir eins og ofbeit, loftslagsbreytingar og öfgaveður. Sýnir kort af Afríku og útskýrir Græna vegginn – verkefni þar sem plantað er trjám í samfellda línu þvert yfir álfuna til að stöðva jarðvegseyðingu. Ræðir hvernig trjágróður getur aukið fæðuöryggi, verndað jarðveg og hjálpað samfélögum að laga sig að loftslagsbreytingum. Kynnir hugtakið fæðuöryggi og tengir það við hugmyndina um lífsgæði. Tekur dæmi um hvernig vatn, húsnæði, súrefni og læknisþjónusta eru líka hluti af lífsgæðum. Verkefnahugmyndir: • Nemendur teikna einfalda skýringarmynd eða kort sem sýnir hvernig trjágróður getur hjálpað til við að berjast gegn eyðimerkurmyndun. Vistspor Kennari útskýrir hugtakið vistspor. Það stendur fyrir það hversu hratt manneskjan ný tir auðlindir jarðar. Til að sjá þetta betur fyrir sér er hægt að hugsa um 100 sinnum 100 metra. Það er einn hektari. (t.d. rúmlega fótboltavöllur, 100x70). Á jörðinni eru 12,2 milljarðar hektara sem hægt er að nýta til ræktunar og til að taka á móti úrgangi. Með því að skipta þessum rúmlega 12 milljörðum niður á fjölda þeirra manneskja sem búa á jörðinni fáum við 1,6 á mann. Þetta þýðir að til að jarðarbúar séu sjálfbærir má vistspor hvers og eins ekki vera meira en 1,6. Meðalvistsporið árið 2022 var 2,69. Vistspor Íslendinga var á sama tíma 12,7. Það segir okkur í raun og veru að ef allir jarðarbúar myndu lifa eins og Íslendingar þyrftum við sex jarðir. Ræðið við nemendur hversu lengi þetta gengur þegar okkur fjö lgar sífellt. Af hverju er þetta svona? Það er vegna neyslu. Fötin, maturinn, tækin, allt er þetta búið til úr auðlindum, mörg nota bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti, flugsamgöngur eru algengar og mjög mikið er flutt inn, sem þýðir hátt vistspor.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=