Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 22 þarf að tryggja jafnan og stöðugan straum. Það er gert með því að stífla ána og búa til lón þar sem vatnið er geymt. Vatninu er síðan veitt inn í stöðvarhús þar sem það knýr túrbínur sem snúast. Túrbína má segja að sé hjól með hólfum sem grípa vatnið og við það snýst hjólið. Túrbínan er svo tengd við rafal sem breytir snú ningsorkunni í raforku. Rafstraumurinn er síðan leiddur ú r stö ðvarhú sinu með há spennulínum og til notenda. Vatn rennur ekki aðeins á yfirborðinu heldur einnig niðri í jörðinni. Jarðhiti kemur til vegna kviku úr kjarna jarðar sem stöðugt leitar á yfirborðið. Á svokölluðum háhitasvæðum þar sem jarðhiti er mikill, svo sem á Íslandi, hitnar vatnið og leitar aftur upp að yfirborðinu. Þar sem blanda af sjóðandi vatni og gufu streymir upp má gera svokallaðar borholur og nota gufuna alveg eins og vatn í vatnsaflsvirkjun til að knýja túrbínur og breyta þannig orkunni í rafmagn eins og áður var lýst. Gufan þéttist svo aftur í vatn að ferlinu loknu og er veitt aftur í hringrás vatnsins. Kostir þess að nýta vatn til orkuframleiðslu eru auðvitað þeir að vatnið er óþrjótandi og umhverfisvænt. Ókosturinn er hins vegar umhverfisáhrifin sem hljótast af virkjununum sjálfum. Stór landsvæði fara undir vatn þegar ár og fljót eru stífluð og við það tapast vistkerfi ótal dýrategunda. Gródurhúsaáhrif og koltvísyringur Kennari útskýrir hvernig gróðurhús eru þannig hönnuð að þau gleypa í sig varmann frá sólinni og halda honum inni í húsinu (gott að teikna upp í leiðinni eða nota skýringarmynd). Þannig er hægt að rækta safaríka tómata í tiltölulega köldu loftslagi eins og á Íslandi. Nákvæmlega það sama er að gerast í lofthjúpi jarðar og það köllum við gróðurhúsaáhrif. Gróðurhúsaáhrifin eru náttúrulegt fyrirbæri og án þess væri ekki líft á jörðinni. Það virkar þannig að geislar sólar berast til jarðarinnar en hluti þeirra endurkastast af lofthjúpnum aftur út í geim. Yfirborð jarðarinnar gleypir svo í sig stóran hluta hitans frá sólinni og heldur honum þar, svolítið eins og nemendur upplifa þegar þeir eru í lopapeysu. Lopapeysa jarðarinnar er lofttegundir sem við köllum gróðurhúsalofttegundir vegna þess að það eru þær sem geyma varmann. Kolefni, metan og vatnsgufa eru slíkar lofttegundir. Þetta er náttúrulegt fyrirbæri og án þessara lofttegunda væri um það bil 30 gráðum lægri meðalhiti á jörðinni en nú er. Það væri næstum 18° frost. Vegna þess hvernig við manneskjurnar lifum, t.d. með því að brenna jarðefnaeldsneyti eða framleiða óumhverfisvæna orku, losum við mikið af gróðurhúsalofttegundum í loftið. Það veldur auknum gróðurhúsaáhrifum og hækkun hitastigs á jörðinni. Nemendur vita alveg hvernig það er að vera í allt of þykkri lopapeysu. Kolefni er gróðurhúsalofttegund sem er alveg nauðsynleg. Ljóstillífandi lífverur breyta henni í súrefni og við manneskjurnar öndum henni frá okkur. Það sem er hins vegar afar slæmt er að þegar til dæmis regnskógur brennur og mikið magn kolefnis losnar út í andrúmsloftið binst það súrefni og bindur varmann í andrúmsloftinu. Með öðrum orðum, það hlýnar. Og undanfarin ár hefur hlýnað mikið, það er kallað hamfarahlýnun (orðið hnattræn hlýnun hefur verið notað í bókinni).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=