Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 21 Auðlindir sem endurnýjast ekki eru verðmæti sem aðeins er til ákveðið magn af. Ef slík auðlind klárast, þá klárast hún og ekki er hægt að nota meira. Dæmi um slíkar auðlindir eru olía, kol og ýmsir málmar. Auðlindir sem endurnýjast eru þær sem endalaust er til af. Þetta eru þá sólarorka, vatnsorka og vindorka til að mynda. Auðlindir sem endurnýjast hægt eru margar en þær sem nemendur þekkja ef til vill best eru fiskistofnar og skógar. Það tekur töluverðan tíma fyrir lítil seiði að verða að stórum fiskum og það þarf auðvitað ákveðið magn af fiskum til að búa til fleiri. Það sama á við um trén í skóginum. Mikilvægt er að tengja við umhverfi nemenda með því að ræða íslenskar auðlindir eins og jarðhita, vatnsafl og fisk. Enn fremur að tengja kirfilega saman auðlind og sjálfbærni. Útskýra vel sjálfbæra nýtingu auðlinda. Það getur verið áhugavert að ræða auðlindahugtakið í víðum skilningi við nemendur. Geta manneskjur verið auðlind? Tengja það til dæmis við áhrifavalda sem hefur verið minnst á eins og Gretu Thunberg og Malölu Yousafzai. Verkefnahugmyndir: • „Ef auðlindin klárast…“ Nemendur velja eina auðlind og skrifa stutta lýsingu á því hvað myndi gerast ef hún kláraðist. • Umræðuverkefni: Af hverju eru lífsgæði ekki eins í öllum löndum? Hvaða auðlindir eru mikilvægastar fyrir Ísland? Bláa gullid Kennari ræðir við nemendur hvað myndi gerast ef við hefðum ekkert vatn. Hversu lengi halda nemendur að þeir geti lifað án vatns? Sýnir kort eða mynd af löndum þar sem vatn er af skornum skammti. Tekur dæmi um aðgengi að vatni í heiminum – sumir ganga langar vegalengdir á hverjum degi til að sækja vatn. Verkefnahugmyndir: • Nemendur skrá hjá sér allt vatn sem þeir nota á einum degi (t.d. til að drekka, elda, þvo sér, skolun á klósetti). Ræða saman um hversu mikið vatn fer í hvern hlut og hvar væri hægt að spara. • Teikna eða búa til veggspjald um „bláa gullið“ og af hverju vatn er lífsnauðsynlegt. Rafmagn og jardhiti Kennari útskýrir fyrir nemendum hvernig rafmagn verður til. Vatn sem fellur sem regn safnast saman og rennur til sjávar. Orkan sem býr í vatninu losnar og hana er því hægt að nýta til að búa til rafmagn í vatnsaflsvirkjunum, sem einnig eru oft nefndar vatnsvirkjanir. Þessi vatnsorka er endurnýjanleg orka, það er jú til endalaust af vatni þar sem það er í eilífri hringrás. En hvernig verður vatnsaflið að rafmagni? Það býr auðvitað mikill kraftur í stórri á eða fljóti sem fellur óhindrað í náttúrulegum farvegi. Þess vegna þarf að ná tökum á því ef svo má segja áður en hægt er að nýta það í virkjun. Það
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=