Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 20 þá ekki nýtt þær. Og þannig kemur merking máltækisins betur í ljós. Við verðum að líta þannig á að við séum með jörðina í láni frá börnum framtíðarinnar. Við verðum að skila henni til þeirra í sama og helst betra ástandi. Við eigum bara eina jörð. Þegar talað er um sjálfbærni fylgir gjarnan orðið þróun – þá er talað um sjálfbæra þróun. Þróun merkir það hvernig eitthvað breytist með tímanum. Hlutirnir geta þróast – breyst, til hins betra, verra eða staðið í stað. Sjálfbær þróun þýðir að hlutirnir séu að breytast til hins betra. Mikilvægt er að útskýra fyrir nemendum að sjálfbær þróun snýst ekki bara um umhverfislega þætti. Fátækt hefur mikil áhrif á það hvernig fólk lifir lífinu og markmiðið er að það sé jafnvægi á milli efnahagslegra, fé lagslegra og umhverfislegra þá tta í hverju samfé lagi. Að stuðlað sé að efnahagslegum jö fnuði, að mannréttindi séu virt ásamt því að ekki sé gengið um of á auðlindir jarðar. Markmið sjá lfbærrar þró unar fela í sé r að við endurskoðum í sífellu hvernig við lifum og stö rfum þannig að það bitni ekki á jö rðinni og þar af leiðandi komandi kynsló ðum. Þannig skiptir sjálfbærni ekki bara máli varðandi umhverfisvernd heldur í öllum þáttum samfélagsins og það er margt sem hefur áhrif á möguleika fólks á að vera sjálfbært. Þar sem stríð geisa hafa manneskjur oft ekki tækifæri til að mennta sig, fólk býr við fátækt og hungur og heilsa og vellíðan eru í stórhættu. Allir þessir þættir vinna gegn sjálfbærni. Friður er ein mikilvægasta forsenda sjálfbærrar þróunar. Verkefnahugmyndir: • Nemendur fá spjald með mismunandi aðstæðum (t.d. fiskveiðar, vatnsnotkun, plastnotkun, skógarhögg) og ræða: ° Hvað gerist ef við notum auðlindina of mikið? ° Hvað getum við gert til að nýta hana á sjálfbæran hátt? • Teikna mynd sem sýnir dæmi um sjálfbærni (t.d. tré sem vex aftur, vatn sem hreinsast, sorp sem er endurunnið). Audlindir Kennari tekur fyrir með nemendum orðið auðlind. Gott er að taka það í sundur og útskýra sitt í hvoru lagi: • auður = verðmæti; eitthvað sem hægt er að nota • lind = uppspretta Auðlind merkir þá hvaðan verðmæti koma. Þegar nemendur hugsa um verðmæti á jörðinni, hvað dettur þeim í hug? Geta nemendur nefnt dæmi um auðlindir, til dæmis á Íslandi? Gott er að sýna myndir af ólíkum auðlindum: fiskveiðum, skógum, sólarorku, olíuborpöllum, vindmyllum. Kennari útskýrir muninn á endurnýjanlegum og óendurnýjanlegum auðlindum með einföldum dæmum:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=