Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 19 Bláa gullið • Annað orð yfir ferskvatn, sem er nauðsynlegt fyrir allt líf. Regnskógar • Þéttir skógar í hitabeltinu sem eru heimili gríðarlegs fjölda plantna og dýra, og hjálpa að framleiða súrefni. Pálmaolía • Olía unnin úr ávöxtum olíupálma, oft notuð í matvæli og snyrtivörur, en ræktun hennar veldur skógareyðingu. Fæðuöryggi • Þegar fólk hefur stöðugan aðgang að nægum og hollum mat. Vistvænar samgöngur • Ferðamáti sem mengar lítið, t.d. að ganga, hjóla eða nota rafmagnsbíla. Áður en gamanið hefst Þekkja nemendur orðin sjálfbærni og auðlind? Gott er að láta nemendur velta fyrir sér auðlindunum sem við höfum á Íslandi – hverjar þær eru, hvernig við notum þær og hvort þær geti klárast. Hægt er að virkja forþekkingu nemenda með því að tengja umræðuna við dæmi úr daglegu lífi þeirra, svo sem orku- og vatnsnotkun heima. Myndir eða myndbönd af regnskógum, eyðimerkurmyndun eða loftslagsverkefnum geta gert efnið áhugavert. Mikilvægt er einnig að hvetja til gagnrýninnar hugsunar með því að láta nemendur velta fyrir sér mismunandi hagsmunum, kostnaði og ávinningi nýtingar auðlinda. Sjálfbærni Kennari byrjar á að skrifa orðið „sjálfbær þróun“ á töfluna og spyr nemendur hvort þeir muni hvað það þýðir úr fyrri kafla. Kennari leggur inn sjálfbærnihugtakið. „Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum okkar,“ segir gamalt máltæki frá Kenýa sem má nota til að útskýra orðið sjálfbærni. Hvernig skilja nemendur máltækið? Sjálfbærnihugtakið fjallar um hvernig við lifum lífinu. Að vera sjálfbær þýðir bókstaflega að standa undir okkur sjálfum – að geta lifað á jörðinni. Að bera í orðinu sjálfbær merkir eiginlega það sama og að lifa. Það sem er sjálfbært er eitthvað sem lifir og eyðist ekki. Í lífinu öllu, sérstaklega í því hvernig við umgöngumst náttúruna og nýtum landið, er þetta gríðarlega mikilvægt. Jarðarbúar nota til dæmis tré til að búa til ýmislegt, t.d. pappír og húsgögn. Ef jarðarbúar höggva fleiri tré en geta vaxið endurnýjast skógurinn ekki og er ekki sjálfbær lengur. Ef jarðarbúar veiða of mikinn fisk endurnýjast ekki fiskistofnarnir og fiskarnir hverfa. Þá eru veiðarnar ósjálfbærar. Ef við göngum þannig um jörðina að auðlindir hennar verða ekki í boði fyrir komandi kynslóðir erum við í vandræðum. Jarðarbúar framtíðarinnar – börnin „okkar“ – geta

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=