Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 18 Bara ein jörd Um kaflann Í þessum kafla kynnast nemendur hugtakinu sjálfbær þróun nánar og hvernig efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg sjálfbærni tengjast. Þeir læra að greina auðlindir jarðar – bæði endurnýjanlegar og óendurnýjanlegar – og skilja hvers vegna mikilvægt er að nýta þær á ábyrgan hátt til að tryggja framtíð komandi kynslóða. Kaflinn fjallar um gróðurhúsaáhrif, mengun og áhrif hækkandi hitastigs á jörðina. Nemendur öðlast skilning á hugtakinu vistspor og fá hugmyndir að raunhæfum leiðum til að minnka það í eigin lífi. Einnig er fjallað um stór alþjóðleg umhverfismál eins og eyðingu regnskóga, ræktun pálmaolíu og verkefnið Græni veggurinn í Afríku. Áhersla er lögð á að tengja alþjóðleg viðfangsefni við daglegt líf nemenda, þannig að þeir geri sér grein fyrir eigin áhrifum á umhverfið og verði meðvitaðir um leiðir til að stuðla að sjálfbærni bæði á staðbundnum og hnattrænum vettvangi. Hugtök kaflans og útskýringar Sjálfbærni og sjálfbær þróun • Að lifa og starfa þannig að auðlindir jarðar nýtist komandi kynslóðum – að skila jörðinni í að minnsta kosti jafn góðu ástandi til komandi kynslóða. Þróun samfélags sem mætir þörfum fólks í dag án þess að skaða möguleika framtíðarkynslóða til að mæta sínum þörfum. Auðlindir • Allt sem við getum notað til að skapa verðmæti, t.d. vatn, fiskur, jarðhiti og vindur. • Endurnýjanlegar auðlindir Auðlindir sem geta myndast aftur og endurnýjast ef við notum þær ekki of mikið, t.d. fiskistofnar, jarðhiti, skógur. • Óendurnýjanlegar auðlindir Auðlindir sem klárast ef við notum þær upp, t.d. olía, kol, málmar. Gróðurhúsaáhrif • Þegar lofthjúpur jarðar heldur á sér hita frá sólinni, eins og glerveggir halda hita inni í gróðurhúsi. Gróðurhúsalofttegundir • Lofttegundir sem halda hita á jörðinni, t.d. koltvísýringur og metan. Of mikið af þeim veldur hlýnun jarðar. Koltvísýringur (CO₂) • Lofttegund sem myndast m.a. við bruna olíu, kola og gass, og veldur hlýnun jarðar. Vistspor • Mælikvarði á hversu mikið við notum af auðlindum jarðar og hversu mikið við mengum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=