Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 16 • að börn séu vernduð gegn hættulegri vinnu • að börn séu vernduð gegn vímuefnum • að börn séu vernduð gegn kynferðisofbeldi • að börn séu vernduð gegn mansali og vændi • að börn séu vernduð gegn hvers kyns misnotkun • að börn sem brjóta lög fái sanngjarna meðferð og ekki verði farið illa með þau • að börn séu vernduð í stríði • að börn fái hjálp eftir áföll og erfiðar aðstæður • að börn sem brjóta lög fái réttláta málsmeðferð og úrræði til að bæta sig • að best lög gildi fyrir börn • að allir þekki réttindi barna Nemendur eiga að skoða miðana saman og ganga úr skugga um að öll í hópnum skilji orðin. Síðan hefst leikurinn. Miðarnir eru í loftbelgnum sem er að missa flugið. Nemendur fá 5 mínútur til að létta loftbelginn með því að henda 10 gildum fyrir borð. Þegar því er lokið eru nemendur beðnir um að deila þeim gildum sem eru eftir hjá hverjum hópi. Að því loknu tilkynnir kennari að loftbelgnum sé aftur að fatast flugið. Nú þarf aftur að henda 10 gildum. Þetta má endurtaka að minnsta kosti einu sinni enn þar til hóparnir eru með til dæmis 10 greinar eftir hver. Mikilvægast er að hóparnir kynni greinarnar sem urðu eftir og færi rök fyrir því af hverju þau eru mikilvæg(ust). Leikinn má auðvitað útfæra á mismunandi hátt. Greinarnar eru 42 talsins og kennari getur verið búinn að fækka þeim fyrir fram. Einnig væri hægt að láta hópana fá mismunandi greinar. Markmiðið er að nemendur hjálpist að við að skilja greinarnar og átti sig á innihaldi Barnasáttmálans. Heimsmarkmiðin Nemendum er skipt í hópa og kennari fer yfir heimsmarkmiðin. Hver hópur fær úthlutað einu heimsmarkmiði og á að búa til kynningu fyrir bekkinn. Hægt er að nota til dæmis eftirfarandi slóð Our world in data. Hægt er að skoða töflu og línurit fyrir markmiðið og skoða aftur í tímann. Nemendur búa til glærusýningu þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram: • Útskýring á markmiðinu sem hópurinn fékk • Hvernig stendur Ísland sig miðað við önnur lönd? • Hvað þarf að gerast til að markmiðið náist? • Hvar í heiminum gengur vel og hvar illa að ná markmiðinu? • Hvað getið þið lagt að mörkum til að markmiðið náist?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=