Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 15 MEIRA OG FLEIRA Loftbelgurinn Kennari skiptir nemendum í hópa og útdeilir til þeirra miðum. Á hverjum miða er ein setning með grein Barnasáttmálans. • að fá að vera barn og hafa réttindi til 18 ára aldurs • að öll börn séu jöfn og fái sömu réttindi • að alltaf sé gert það sem er best fyrir börn • að börn fái að njóta réttinda sinna • að fjölskyldur leiðbeini börnum og verndi þau • að börn fái að lifa og þroskast • að börn fái nafn og ríkisfang • að börn haldi sínum eigin auðkennum (hver þau eru) • að börn séu með fjölskyldu sinni nema það sé hættulegt • að börn geti hitt foreldra sína þó þeir búi annars staðar • að börn séu vernduð gegn því að vera tekin ólöglega • að börn fái að segja skoðun sína og að á þau sé hlustað • að börn fá að tjáð sig með öllum leiðum • að börn hafi trúfrelsi og megi mynda sér skoðanir • að börn megi eiga vini og stofna félög • að börn hafi rétt á einkalífi • að börn hafi aðgang að upplýsingum • að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum • að börn séu vernduð gegn ofbeldi og illri meðferð • að börn sem ekki búa hjá fjölskyldu fái góða umönnun • að ættleidd börn séu vernduð og fái gott heimili • að börn á flótta fái vernd og hjálp • að fötluð börn fái að lifa góðu lífi án hindrana • að börn hafi rétt á heilbrigðisþjónustu, vatni og mat • að fylgst sé með vistun barna utan heimilis • að börn sem búa við fátækt fái aðstoð • að börn fái föt, mat og öruggt heimili • að börn fái menntun • að menntun kenni börnum virðingu, frið og sjálfsþroska • að börn megi tala sitt tungumál og viðhalda menningu sinni • að börn hafi tíma til hvíldar, leiks og lista
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=