Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 14 Malala Yousafzai Kennari sýnir mynd eða stutt myndskeið af Malölu Yousafzai og segir stuttlega frá sögu hennar og baráttunni fyrir menntun stúlkna. Malala var aðeins 17 ára þegar hún fékk friðarverðlaun Nóbels. Ungmenni geta haft áhrif á heiminn. Hér er tækifæri til að ræða og útskýra friðarverðlaun Nóbels og hvers vegna þau eru mikilvæg. Af hverju er mikilvægt að vekja athygli á fólki sem berst fyrir friði? Hvernig er best að berjast fyrir friði? Ræðið setninguna „Menntun er öflugasta vopnið gegn fátækt og hungri“ og biðjið nemendur um að skýra hana með eigin orðum. Verkefnahugmyndir: • Skrifa stutta kynningu á persónu sem hefur barist fyrir réttindum barna eða menntun, annaðhvort úr sögunni eða nútímanum • Umræður: „Hvernig getur ungt fólk haft áhrif á samfélagið sitt?“ Nemendur nefna að minnsta kosti þrjár leiðir sem þau sjálf gætu haft áhrif á í sínu nærumhverfi. Loftslagsrádstefna Sameinupjódanna Kennari útskýrir hugtakið hnattræn hlýnun og segir frá samkomulaginu 1992 og 2 °C markmiðinu, og leggur áherslu á að það sé sameiginlegt verkefni allra ríkja. Ræðið við nemendur myndirnar í bókinni sem sýna áhrif loftslagsbreytinga. Hvernig væri mynd frá Íslandi? Hægt er að finna myndir af bráðnun jökla. Áhugavert er að ræða við nemendur um orðanotkun í tengslum við efni kaflans. Í bókinni er notast við orðasambandið hnattræn hlýnun en stundum heyrist orðið hamfarahlýnun. Hver er mismunandi merking orðanna loftslagsbreytingar, hnattræn hlýnun og hamfarahlýnun? Þekkja nemendur fleiri orð? Skiptir máli hvaða orð er notað? Í þessum pistli er komið inn á þetta og fleira tengt loftslagsbreytingum: Hamfarahlýnun eða loftslagsmóðursýki? Verkefnahugmyndir: • Nemendur búa til þrjár hugmyndir að aðgerðum sem gætu hjálpað til við að draga úr mengun og hækkun hitastigs. Þeir skrá hugmyndirnar og teikna eina þeirra sem veggspjald.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=