Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 13 Reglurnar fjórar Kennari útskýrir að öll réttindi Barnasáttmálans séu mikilvæg en að fjórar grunnreglur séu sérstaklega dregnar fram í bókinni: Öll börn eru jöfn (2. gr.) Það sem barninu er fyrir bestu (3. gr.) Virðing fyrir skoðunum barna (12. gr.) Líf og þroski (6. gr.) Kennari bendir á að Barnasáttmálinn sé alþjóðasamningur en ekki lög. Þess vegna geta sum ríki stundum brotið gegn honum. Kennarinn útskýrir hugtakið „menning“ sem siði, venjur og tungumál. Til dæmis er hægt að gefa dæmi um hvernig menning getur verið ólík (fleiri orð yfir bambus í Víetnam en á Íslandi og fleiri orð yfir snjó á Íslandi en í Víetnam). Kennarinn dregur fram að öll börn eigi rétt á að viðhalda eigin menningu, nota tungumál sitt og tilheyra trúarbrögðum að eigin vali. Þrátt fyrir fjölbreytileikann eigi að koma jafnt fram við öll börn. Verkefnahugmyndir: • Nemendur teikna mynd/tákn fyrir hverja af fjórum grunnreglunum. • Umræðuverkefni: Hvaða regla finnst ykkur mikilvægust og af hverju og hvernig getum við í bekknum tryggt að öllum sé sýnd virðing, sama hvaðan þau koma? Barnaprælkun Kennari útskýrir hvað barnaþrælkun er: að börn séu látin vinna mjög ung og oft við hættuleg eða erfið störf. Börnin vinna oft 10–12 tíma á dag, fá lítil laun og hafa lítinn tíma til menntunar. Kennari bendir líka á að barnaþrælkun geti falið í sér að börn séu neydd til að taka þátt í stríði sem hermenn, svokallaðir barnahermenn. Varpa fram spurningum fyrir nemendur að velta fyrir sér: • Getur verið að fötin sem við notum séu saumuð af börnum? • Er í lagi að börn vinni ef þau „vilja“ það? • Hvernig halda nemendur að vinnuaðstæður barna séu í raun? Kennari skýrir að það getur verið erfitt að vita hvernig vörur eru framleiddar, því fyrirtæki gefa ekki alltaf upp upprunann. Benda á að mjög ódýrar vörur geti verið merki um ósanngjörn kjör. Verkefnahugmyndir: • Umræðuverkefni: Hvernig myndi líf ykkar breytast ef þið þyrftuð að vinna 10–12 tíma á dag í stað þess að ganga í skóla? • 10 mínútna ritun: Er alltaf betra að fá ódýrar vörur eða skiptir máli að þær séu framleiddar á sanngjarnan hátt?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=