Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 11 Sameinupjódirnar • Kennarinn sýnir mynd af fánum Sameinuðu þjóðanna og höfuðstöðvunum þeirra í New York. Einnig er gott að sýna kort þar sem sýnir aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru merkt inn og myndir eða myndskeið af Friðarsúlunni í Viðey. Tilvalið er að spila brot úr laginu Imagine eftir John Lennon. Ræðið við nemendur um hvort list geti breytt einhverju í þágu friðar. • Kennari útskýrir að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945 eftir seinni heimsstyrjöldina til að tryggja frið og öryggi í heiminum. SÞ reyna að koma í veg fyrir átök og leysa ágreining með samningum frekar en stríði. • Friður er eitt af þeim hugtökum sem heyrast oft en ef til vill ekki allir skilja á sama hátt. Verkefnahugmyndir fyrir nemendur • Nemendur leita að fjölbreyttum friðartáknum á netinu (t.d. dúfa, lárviðarlauf, V-merkið o.fl.) og finna út hvernig þau urðu til. • 10 mínútna ritun: Nemendur skrifa um það hvað friður þýðir fyrir þá sjálfa. • Nemendur teikna eða hanna sitt eigið friðartákn sem gæti staðið á Íslandi. Heimsmarkmidin Kennari útskýrir heimsmarkmiðin með hópnum og sýnir mynd eða tákn allra 17 heimsmarkmiðanna. Á þessari slóð má lesa um og skoða þau: Heimsmarkmiðin Meðal annars er hægt að skoða mælaborð sem sýnir hvar Ísland er statt og hvaða skref þarf að taka til að markmið teljist hafa náðst. Á Our worldin data er hægt að skoða heiminn í heild fyrir hvert markmið og hvernig hlutirnir hafa þróast. Athugið að orðalag og framsetning geta reynst nokkuð flókin fyrir nemendur og mikilvægt er að kennari sé búinn að skoða vel fyrir fram. Verkefnahugmyndir: • Nemendur raða heimsmarkmiðunum í röð eftir því hvað þeim þykir mikilvægast. Barnasáttmáli Sameinudu pjódanna Kennari spyr nemendur: „Hvaða réttindi finnst ykkur að öll börn í heiminum ættu að hafa?“ Skrifa hugmyndir þeirra á töflu og bera þær saman við fjórar grunnreglur Barnasáttmálans. Hér eru stutt myndskeið sem útskýra Barnasáttmálann frá UNICEF. Á vefsíðu Umboðsmanns barna er hægt að nálgast sáttmálann á barnvænu máli: Kennari útskýrir að hlutverk Umboðsmanns barna á Íslandi sé að fylgjast með og gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=