Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 10 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna • Fundir þar sem þjóðir heims ræða og ákveða hvað skal gera til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Friðarsúlan • Listaverk í Viðey sem táknar frið og er tengt John Lennon og laginu Imagine. Malala Yousafzai • Pakistönsk stúlka sem barðist fyrir rétti stúlkna til menntunar og fékk friðarverðlaun Nóbels aðeins 17 ára gömul. FairTrade (Sanngjörn viðskipti) • Vottun á vöru sem sýnir að fólk sem framleiddi hana fékk sanngjörn laun og var ekki misnotað við framleiðsluna. Áður en gamanið hefst Áður en kennarar vinna með kaflann er gott að ræða við bekkinn um hugmyndina að því að jörðin sé sameiginlegt heimili allra. Hvað þýðir það að eiga eitthvað saman? Biðjið nemendur að velta fyrir sér hvað það þýðir að deila plánetunni með milljörðum annarra manneskja – og hvort allir hafi jöfn tækifæri til að lifa góðu lífi. Orðið friður kemur víða við sögu í kaflanum. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er það meðal annars skilgreint sem „ástand þar sem stríði linnir“ og „ró eða næði“. Gott er að ræða við nemendur hvað þeir tengja við frið – er það kyrrð, öryggi, þögn eða eitthvað annað? Hægt er að rýna í orðið með því að nota íslenskt orðanet og skoða tengd orð. Einnig er áhugavert að kanna hvað nemendur vita um Sameinuðu þjóðirnar – hvað þær gera og hvers vegna lönd heims vinna saman. Allur heimurinn • Kennari ræðir við nemendur um af hverju þau halda að líf fólks sé svona ólíkt eftir því hvar það býr í heiminum. Sýnir myndir af fjölbreyttum lifnaðarháttum víðs vegar um heiminn. Verkefnahugmyndir: • Umræður: Eru íbúar á Íslandi heppnir? Hvað er gott á Íslandi og hvernig getum við hjálpað þeim sem búa við erfiðar aðstæður?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=