Ég og umheimurinn - kennsluleiðbeiningar

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 1 ÉG OG UMHEIMURINN er kennslubók í samfélagsfræði fyrir miðstig grunnskóla. Við eigum bara eina Jörð. Flókin samskipti manns og jarðar stýrast meðal annars af mengun, vistspori og mannréttindum. Jörðin er rík af auðlindum og gefur okkur allt sem við þörfnumst. Það er á okkar ábyrgð að umgangast jörðina af virðingu og skila henni í góðu eða enn betra ástandi til næstu kynslóða. Höfundur er Garðar Gíslason. Myndhöfundur er Blær Guðmundsdóttir. ÉG OG UMHEIMURINN 7331 Myndhöfundur: Blær Guðmundsdóttir ÉGOG UMHEIMURINN GARÐAR GÍSLASON Hjalti Halldórsson KENNSLULEIDBEININGAR ÉGOG UMHEIMURINN

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 2 Ég og umheimurinn ISBN 978-9979-0-2902-1 Kennsluleiðbeiningar © 2025 Hjalti Halldórsson Ritstjóri: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Málfarslestur; Skriftir Miðstöð menntunar og skólaþjónustu Kópavogur Allur réttur áskilinn Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 3 Efnisyfirlit Til kennara 4 Hæfniviðmið 5 Öll saman 9 Allur heimurinn 10 Sameinuþjóðirnar 11 Heimsmarkmiðin 11 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 11 Reglurnar fjórar 13 Barnaþrælkun 13 Malala Yousafzai 14 Loftslagsráðstefna Sameinuþjóðanna 14 Bara ein jörð 18 Sjálfbærni 19 Auðlindir 20 Bláa gullið 21 Rafmagn og jarðhiti 21 Gróðurhúsaáhrif og koltvísýringur 22 Greta Thunberg 23 Græni veggurinn 23 Vistspor 23 Vistvænar samgöngur 24 Lífið á jörðinni 26 Ein jörð fyrir okkur öll 27 Hækkun hitastigs 27 Neysla 28 Lífsvenjur – ad kaupa, nota og henda og erum vid ad drukkna í drasli 28 Matarsóun 29 Rusl, rusl og meira rusl 29 Tyggjókarlinn 29 Eiturefni 30 Auðæfi heimsins 31 Samvinna er málið 32 Ójöfn skipting 33 Lífsskilyrði 33 Ég á þetta, ég má þetta 33 Öll berum við ábyrgð 34 Eniga meniga 34 Peningarnir þínir 34 Auglýsingar 35 Skattar 35 Mannréttindi 37 Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna 38 Réttindi og skyldur 39 Gagnrýnin hugsun 39 Ástandið í heiminum 40 Fátækt og hjálparsamtök 40 Flóttafólk 40 Jafnrétti 41 Friður í heiminum 42 Hvað er friður? 43 Stríðsátök 44 Hvað veldur átökum? 44 Málamiðlun 44 Friðargæsla 45 Refsiaðgerðir 45 Samskipti án ofbeldis 45 Trú og menning 47 Trú og lífsskoðun 48 Trúarbrögð 48 Fjölbreytni trúarbragða 49 Menning og siðir og gullna reglan 49 Menning og trú 49 Fordómar 50

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 4 Til kennara Þessar kennsluleiðbeiningar fylgja námsefni í samfélagsgreinum sem fjallar um stórar spurningar sem varða jörðina og samfélagið okkar: Hvað er sanngjarnt? Hver bera ábyrgð á jörðinni? Hver eru réttindi barna og hvernig geta þau verið virt um allan heim? Efnið tengist málefnum sem eru hluti af daglegu lífi nemenda en ná einnig yfir atburði líðandi stundar. Þannig bjóða þau upp á samtöl um réttlæti, menningu, umhverfi og frið. Kennsluleiðbeiningarnar skiptast í sjö aðskilda kafla eins og námsefnið og eru ætlaðar kennurum til stuðnings við að leggja inn afmarkað efni hvers kafla. Námsefniskaflarnir eru sjálfstæðir og kennarar geta unnið með þá í þeirri röð sem hentar hópnum og samhengi námsins hverju sinni. Hver kafli kennsluleiðbeininganna hefst á texta sem miðar að því að gefa kennurum hugmyndir að því hvernig hægt er að vekja áhuga og tengja efniviðinn við reynsluheim nemenda. Því næst eru lykilhugtök skilgreind auk hugmynda að samræðum við nemendur í tengslum við hvern kafla. Tillögur fyrir kennara að innlögn og atriðum til að draga fram fyrir hvern undirkafla fylgja í kjölfarið ásamt hugmyndum að stuttum afmörkuðum verkefnum sem hægt er að leggja fyrir í kennslustundum. Verkefnin sem fylgja undirköflunum eru mismörg eftir atvikum en miða að því að vekja nemendur til umhugsunar með umræðum, skriflegri íhugun eða myndrænni tjáningu. Að lokum eru tiltekin stærri og ítarlegri verkefni fyrir hvern kafla sem ýta undir ígrundun, samvinnu og skapandi verkefnaskil. Kennarar eru hvattir til að útfæra verkefnin eftir því sem hentar og laga að sinni kennslu sem og að tengja þau öðrum námsgreinum á borð við í slensku, náttúrufræði, upplýsinga- og tæknimennt og list- og verkgreinum. Sérstök áhersla er lögð á að efnið styðji við grunnþætti menntunar í anda Aðalnámskrár grunnskóla, með áherslu á jafnrétti, lýðræði og mannréttindi, sjálfbæra þróun, heilbrigði og velferð, læsi og sköpun. Efnið hvetur nemendur til að velta fyrir sér eigin stöðu í heiminum og hvernig þeir geta haft áhrif.

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 5 Hæfniviðmið Ég og umheimurinn tekur mið af hæfniviðmiðum við lok 7. bekkjar, sérstaklega í samfélagsgreinum en einnig lykilhæfni, íslensku, náttúrugreinum og upplýsinga- og tæknimennt. Það er undir kennurum komið hvaða hæfniviðmið eru tekin fyrir í hverjum kafla og eru þeir hvattir til að bæta við eftir því sem hentar. Samfélagsgreinar Vinnulag • útskýrt og notað mikilvæg hugtök samfélagsgreina, • aflað sér upplýsinga um samfélagsleg málefni úr textum, hljóð- og myndefni, umorðað og nýtt til umfjöllunar, • metið og brugðist við ólíkum skoðunum og upplýsingum úr heimildum á ólíku formi og myndað sér eigin skoðanir, • spurt opinna spurninga og tekið þátt í umræðu um ólík málefni af samfélagslegum og siðferðilegum toga, • sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn á völdum stöðum og tímum, • miðlað þekkingu, leikni og skoðunum á samfélagslegum málefnum á fjölbreyttan hátt, • tekið þátt í lýðræðislegu samstarfi og samræðu. Sjálfsmynd • lýst sjálfum sér og tekið dæmi um þætti sem hafa áhrif á eigin sjálfsmynd, svo sem úr nærsamfélagi, umhverfi og menningu, • rætt um heilbrigða lífshætti og samskipti og ræktað mikilvægar þarfir, • lýst margvíslegum tilfinningum og áttað sig á áhrifum þeirra á hugsun og hegðun, • lýst með dæmum mikilvægi jákvæðra lífsviðhorfa, hugarfars og seiglu fyrir eigin þroska, • gert grein fyrir eigin áhugasviðum, styrk og áskorunum og hvernig hægt er að vinna með þá þætti á uppbyggilegan hátt, • sýnt virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, sett sér mörk í samskiptum og lýst því hvernig það er hægt, • lýst staðalmyndum og fordómum í samfélaginu og áhrifum þeirra og áttað sig á skaðsemi þeirra, • beitt hugtökunum kyn, kynhneigð og kynhlutverk og áttað sig á fjölbreytni hinseginleikans, • gert grein fyrir útgjöldum vegna þarfa, langana og hegðunar einstaklinga og mikilvægi fyrirhyggju í fjármálum.

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 6 Siðferði og trú • dregið fram ólíkan bakgrunn fólks og virt mismunandi trú, lífsgildi, skoðanir og siði, • rætt viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og sett í samhengi við atburði daglegs lífs, • gert grein fyrir völdum frásögnum, hefðum, hátíðum, siðum og táknum í kristni og nokkrum helstu trúarbrögðum heims, • borið saman valin trúarbrögð og lífsviðhorf og áhrif þeirra á líf fólks. Borgaravitund • rætt reglur í samskiptum fólks og tilgang þeirra og tekið þátt í að setja sameiginlegar leikreglur með öðrum, • rætt stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu, réttindi og skyldur og mikilvægi mannréttinda og jafnréttis í samfélaginu og á heimsvísu og þekki vel til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, • fjallað um ólíkar samfélagsgerðir og hvernig þær tengjast lífi einstaklinga, • lýst nokkrum einkennum lýðræðislegra samfélagshátta hér á landi, • gert grein fyrir hlutverki mikilvægra stofnana samfélagsins, • gert grein fyrir hugmyndum um samhjálp og velferð og framkvæmd þeirra í samfélaginu, • áttað sig á hvernig og hvers vegna kostnaður við ýmsa grunnþjónustu er greiddur af sameiginlegum sjóðum samfélagsins, • séð gildi slysavarna og þekkt viðbrögð við slysum í heimahúsum, nærsamfélagi og náttúrunni, • gert grein fyrir umferðarreglum og helstu umferðarmerkjum og nýtt í daglegu lífi, • sett sig inn í málefni samfélagsins, áttað sig á möguleikum til áhrifa og sýnt það í verki með ábyrgum hætti. Saga • metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð, • gert sér grein fyrir fjölbreytileika fjölskyldna og margvíslegum hlutverkum innan þeirra á ólíkum tímum, • greint samhengi umhverfis, sögu, menningar og mannlífs í heimabyggð og tengsl við önnur landsvæði, • fjallað um einkenni og þróun íslensks samfélags, • fjallað um og greint persónur, atburði, tímabil, tildrög og gang sögunnar, • áttað sig á að sagan hefur mótast af ýmsum þáttum, svo sem umhverfi, atferli, lífsviðhorfum, samfélagsskipulagi og atvinnuháttum, • útskýrt með dæmum hvernig sögulegir atburðir hafa áhrif á samfélög og líf fólks í samtímanum.

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 7 Jörðin okkar • notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga og vinna úr þeim og sett upp einföld kort, • varpað ljósi á ólíkar aðstæður, menningu og líf fólks á jörðinni, • skýrt hvernig notkun mannsins á auðlindum getur haft margvísleg áhrif á lífsgæði og lífbreytileika, • lýst í grófum dráttum ferli daglegra neysluvara, uppruna þeirra, flutningi, sölu, nýtingu, förgun, endurvinnslu og kolefnisspori, • skýrt með dæmum áhrif tækni og mannlegra athafna á samfélag, loftslag og umhverfi, • fjallað um hvað sjálfbær þróun felur í sér, • skýrt með dæmum mikilvægi náttúruverndar og þess að allir leggi sitt af mörkum. Náttúrugreinar Náttúruvernd • rætt um og skilið ástæður náttúruverndar, Loftslagsbreytingar • útskýrt gróðurhúsaáhrif og tengsl við loftslagsbreytingar, Náttúruauðlindir og sjálfbær nýting • áttað sig á mikilvægi þess að nýta náttúruauðlindir án þess að ganga um of á þær, Einstaklingurinn og umhverfið • rætt valin dæmi um tengsl einstaklinga, nærumhverfis og umhverfismála á heimsvísu, Geta til aðgerða • skipulagt og tekið þátt í aðgerðum er varða náttúruvernd og umhverfismál í nærumhverfi sínu. Íslenska Tjáning • gert grein fyrir þekkingu sinni og reynslu og tjáð hugmyndir sínar og skoðanir frammi fyrir hópi, Lesfimi • skilið, fjallað um og dregið saman efni ólíkra texta, dregið ályktanir af efninu, greint og lagt mat á merkingu þeirra og tilgang á gagnrýninn hátt, Tjáning í texta • tjáð hugmyndir sínar, reynslu og sköpun í texta, metið, mótað og endurskrifað með hliðsjón af hjálpargögnum,

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 8 Upplýsinga- og tæknimennt Upplýsingaleit • nýtt leitarvélar, gervigreind og önnur verkfæri á siðferðilega ábyrgan hátt til upplýsingaöflunar, Greining og úrvinnsla gagna • lagt mat á gæði ýmissa upplýsinga og áttað sig á fjölbreytileika stafræns efnis, Ljósmyndir og kvikmyndun • nýtt tæki og hugbúnað við ljósmyndun og stuttmyndagerð, Myndvinnsla og myndsköpun • nýtt tæki og hugbúnað við einfalda hönnun, myndvinnslu og myndsköpun,

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 9 Öll saman Um kaflann Kaflinn er inngangur að efni bókarinnar og kynnir efni sem reglulega er nefnt, meðal annars Sameinuðu þjóðirnar, heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálfbæra þróun. Markmiðið er að nemendur átti sig á helstu réttindum barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og geti tengt þau við daglegt líf barna í ólíkum heimshlutum. Hugtök kaflans og útskýringar Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) • Alþjóðasamtök sem flest ríki heims eru í, stofnuð eftir seinni heimsstyrjöld til að stuðla að friði, öryggi og samvinnu milli þjóða. Friður • Að lifa án átaka og stríðs. Þegar fólk getur unnið saman og búið við öryggi. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna • Sautján markmið sem öll lönd heims hafa samþykkt að vinna að til ársins 2030 – meðal annars gegn fátækt, fyrir menntun, jafnrétti og verndun jarðarinnar. Sjálfbær þróun • Að lifa og starfa þannig að auðlindir jarðar nýtist komandi kynslóðum – að skila jörðinni í að minnsta kosti jafn góðu ástandi til komandi kynslóða. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna • Samningur um að öll börn í heiminum eigi rétt á vernd, menntun, málfrelsi, fjölskyldu og sjálfstæðu lífi – óháð uppruna eða aðstæðum. Réttindi barna • Hlutir sem börn eiga skilið – eins og að fara í skóla, fá að borða, vera örugg og fá að tjá sig. Barnahermenn • Börn sem eru þvinguð til að taka þátt í stríði eða bardögum. Barnaþrælkun • Þegar börn eru látin vinna mikla, erfiða og hættulega vinnu og er haldið frá menntun. Menning • Siðir, venjur, tungumál, trú og lífsstíll fólks. Menning er ólík eftir löndum og samfélögum þó að margt sé einnig sameiginlegt. Hnattræn hlýnun / loftslagsbreytingar • Þegar meðalhiti jarðar hækkar vegna mengunar og áhrifin valda öfgum í veðurfari, bráðnun jökla og hækkandi sjávarmáli ásamt fleiru.

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 10 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna • Fundir þar sem þjóðir heims ræða og ákveða hvað skal gera til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Friðarsúlan • Listaverk í Viðey sem táknar frið og er tengt John Lennon og laginu Imagine. Malala Yousafzai • Pakistönsk stúlka sem barðist fyrir rétti stúlkna til menntunar og fékk friðarverðlaun Nóbels aðeins 17 ára gömul. FairTrade (Sanngjörn viðskipti) • Vottun á vöru sem sýnir að fólk sem framleiddi hana fékk sanngjörn laun og var ekki misnotað við framleiðsluna. Áður en gamanið hefst Áður en kennarar vinna með kaflann er gott að ræða við bekkinn um hugmyndina að því að jörðin sé sameiginlegt heimili allra. Hvað þýðir það að eiga eitthvað saman? Biðjið nemendur að velta fyrir sér hvað það þýðir að deila plánetunni með milljörðum annarra manneskja – og hvort allir hafi jöfn tækifæri til að lifa góðu lífi. Orðið friður kemur víða við sögu í kaflanum. Í Íslenskri nútímamálsorðabók er það meðal annars skilgreint sem „ástand þar sem stríði linnir“ og „ró eða næði“. Gott er að ræða við nemendur hvað þeir tengja við frið – er það kyrrð, öryggi, þögn eða eitthvað annað? Hægt er að rýna í orðið með því að nota íslenskt orðanet og skoða tengd orð. Einnig er áhugavert að kanna hvað nemendur vita um Sameinuðu þjóðirnar – hvað þær gera og hvers vegna lönd heims vinna saman. Allur heimurinn • Kennari ræðir við nemendur um af hverju þau halda að líf fólks sé svona ólíkt eftir því hvar það býr í heiminum. Sýnir myndir af fjölbreyttum lifnaðarháttum víðs vegar um heiminn. Verkefnahugmyndir: • Umræður: Eru íbúar á Íslandi heppnir? Hvað er gott á Íslandi og hvernig getum við hjálpað þeim sem búa við erfiðar aðstæður?

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 11 Sameinupjódirnar • Kennarinn sýnir mynd af fánum Sameinuðu þjóðanna og höfuðstöðvunum þeirra í New York. Einnig er gott að sýna kort þar sem sýnir aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru merkt inn og myndir eða myndskeið af Friðarsúlunni í Viðey. Tilvalið er að spila brot úr laginu Imagine eftir John Lennon. Ræðið við nemendur um hvort list geti breytt einhverju í þágu friðar. • Kennari útskýrir að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) voru stofnaðar árið 1945 eftir seinni heimsstyrjöldina til að tryggja frið og öryggi í heiminum. SÞ reyna að koma í veg fyrir átök og leysa ágreining með samningum frekar en stríði. • Friður er eitt af þeim hugtökum sem heyrast oft en ef til vill ekki allir skilja á sama hátt. Verkefnahugmyndir fyrir nemendur • Nemendur leita að fjölbreyttum friðartáknum á netinu (t.d. dúfa, lárviðarlauf, V-merkið o.fl.) og finna út hvernig þau urðu til. • 10 mínútna ritun: Nemendur skrifa um það hvað friður þýðir fyrir þá sjálfa. • Nemendur teikna eða hanna sitt eigið friðartákn sem gæti staðið á Íslandi. Heimsmarkmidin Kennari útskýrir heimsmarkmiðin með hópnum og sýnir mynd eða tákn allra 17 heimsmarkmiðanna. Á þessari slóð má lesa um og skoða þau: Heimsmarkmiðin Meðal annars er hægt að skoða mælaborð sem sýnir hvar Ísland er statt og hvaða skref þarf að taka til að markmið teljist hafa náðst. Á Our worldin data er hægt að skoða heiminn í heild fyrir hvert markmið og hvernig hlutirnir hafa þróast. Athugið að orðalag og framsetning geta reynst nokkuð flókin fyrir nemendur og mikilvægt er að kennari sé búinn að skoða vel fyrir fram. Verkefnahugmyndir: • Nemendur raða heimsmarkmiðunum í röð eftir því hvað þeim þykir mikilvægast. Barnasáttmáli Sameinudu pjódanna Kennari spyr nemendur: „Hvaða réttindi finnst ykkur að öll börn í heiminum ættu að hafa?“ Skrifa hugmyndir þeirra á töflu og bera þær saman við fjórar grunnreglur Barnasáttmálans. Hér eru stutt myndskeið sem útskýra Barnasáttmálann frá UNICEF. Á vefsíðu Umboðsmanns barna er hægt að nálgast sáttmálann á barnvænu máli: Kennari útskýrir að hlutverk Umboðsmanns barna á Íslandi sé að fylgjast með og gæta þess að tekið sé tillit til réttinda barna.

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 12 Barnasáttmálinn í stuttu máli: • Tók gildi árið 1990. • Einblínir sérstaklega á réttindi barna og er ítarlegri varðandi þarfir og velferð barna en Mannréttindasáttmáli Evrópu. Tengingin milli þeirra felst í því að báðir voru settir fram til að tryggja grunnréttindi og velferð allra einstaklinga, þar á meðal barna. • Alls hafa 196 ríki fullgilt barnasáttmálann. Það þýðir að þegar lög eru sett þarf að taka tillit til sáttmálans. Bandaríkin eru eina ríkið sem hefur ekki fullgilt hann, þó að þau hafi undirritað hann árið 1995. Þetta þýðir að Bandaríkin hafa skuldbundið sig til að virða meginreglur sáttmálans en hafa ekki bundið sig lagalega til að framfylgja öllum ákvæðum hans. • Nokkrar greinar Barnasáttmálans til að skoða sérstaklega með nemendum: ° Rétturinn til lífs og þroska (6. grein): Öll börn eiga rétt til lífs, og ríki skuldbinda sig til að tryggja að þau fái tækifæri til að þroskast og lifa heilbrigðu lífi. ° Rétturinn til nafns og ríkisfangs (7. grein): Börn eiga rétt á nafni frá fæðingu, rétt til að vera skráð og eiga ríkisfang, sem tryggir þeim lagalega stöðu og vernd. ° Rétturinn til að lifa við fjölskylduaðstæður (9. og 10. grein): Börn eiga rétt á að alast upp hjá foreldrum sínum, nema það sé börnum fyrir bestu að vera skilin frá þeim. Ef foreldrar búa ekki saman eiga börn rétt á að hafa samband við báða foreldra sína. ° Rétturinn til verndar gegn misnotkun og ofbeldi (19. grein): Ríki skuldbinda sig til að vernda börn gegn hvers kyns ofbeldi, vanrækslu, misnotkun og misþyrmingu, bæði á heimili og í umsjá annarra. ° Rétturinn til heilbrigðisþjónustu og líkamlegs þroska (24. grein): Börn eiga rétt á aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni, næringu og heilsuvernd, til að tryggja góða heilsu og þroska. ° Rétturinn til menntunar (28. grein): Öll börn eiga rétt til menntunar. Ríki skuldbinda sig til að gera grunnmenntun aðgengilega og skylda, og stuðla að auknum menntunartækifærum fyrir öll börn. Verkefnahugmyndir fyrir nemendur • Hópaverkefni: Hver hópur fær eina grunnreglu Barnasáttmálans og á að útskýra hana með eigin orðum.

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 13 Reglurnar fjórar Kennari útskýrir að öll réttindi Barnasáttmálans séu mikilvæg en að fjórar grunnreglur séu sérstaklega dregnar fram í bókinni: Öll börn eru jöfn (2. gr.) Það sem barninu er fyrir bestu (3. gr.) Virðing fyrir skoðunum barna (12. gr.) Líf og þroski (6. gr.) Kennari bendir á að Barnasáttmálinn sé alþjóðasamningur en ekki lög. Þess vegna geta sum ríki stundum brotið gegn honum. Kennarinn útskýrir hugtakið „menning“ sem siði, venjur og tungumál. Til dæmis er hægt að gefa dæmi um hvernig menning getur verið ólík (fleiri orð yfir bambus í Víetnam en á Íslandi og fleiri orð yfir snjó á Íslandi en í Víetnam). Kennarinn dregur fram að öll börn eigi rétt á að viðhalda eigin menningu, nota tungumál sitt og tilheyra trúarbrögðum að eigin vali. Þrátt fyrir fjölbreytileikann eigi að koma jafnt fram við öll börn. Verkefnahugmyndir: • Nemendur teikna mynd/tákn fyrir hverja af fjórum grunnreglunum. • Umræðuverkefni: Hvaða regla finnst ykkur mikilvægust og af hverju og hvernig getum við í bekknum tryggt að öllum sé sýnd virðing, sama hvaðan þau koma? Barnaprælkun Kennari útskýrir hvað barnaþrælkun er: að börn séu látin vinna mjög ung og oft við hættuleg eða erfið störf. Börnin vinna oft 10–12 tíma á dag, fá lítil laun og hafa lítinn tíma til menntunar. Kennari bendir líka á að barnaþrælkun geti falið í sér að börn séu neydd til að taka þátt í stríði sem hermenn, svokallaðir barnahermenn. Varpa fram spurningum fyrir nemendur að velta fyrir sér: • Getur verið að fötin sem við notum séu saumuð af börnum? • Er í lagi að börn vinni ef þau „vilja“ það? • Hvernig halda nemendur að vinnuaðstæður barna séu í raun? Kennari skýrir að það getur verið erfitt að vita hvernig vörur eru framleiddar, því fyrirtæki gefa ekki alltaf upp upprunann. Benda á að mjög ódýrar vörur geti verið merki um ósanngjörn kjör. Verkefnahugmyndir: • Umræðuverkefni: Hvernig myndi líf ykkar breytast ef þið þyrftuð að vinna 10–12 tíma á dag í stað þess að ganga í skóla? • 10 mínútna ritun: Er alltaf betra að fá ódýrar vörur eða skiptir máli að þær séu framleiddar á sanngjarnan hátt?

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 14 Malala Yousafzai Kennari sýnir mynd eða stutt myndskeið af Malölu Yousafzai og segir stuttlega frá sögu hennar og baráttunni fyrir menntun stúlkna. Malala var aðeins 17 ára þegar hún fékk friðarverðlaun Nóbels. Ungmenni geta haft áhrif á heiminn. Hér er tækifæri til að ræða og útskýra friðarverðlaun Nóbels og hvers vegna þau eru mikilvæg. Af hverju er mikilvægt að vekja athygli á fólki sem berst fyrir friði? Hvernig er best að berjast fyrir friði? Ræðið setninguna „Menntun er öflugasta vopnið gegn fátækt og hungri“ og biðjið nemendur um að skýra hana með eigin orðum. Verkefnahugmyndir: • Skrifa stutta kynningu á persónu sem hefur barist fyrir réttindum barna eða menntun, annaðhvort úr sögunni eða nútímanum • Umræður: „Hvernig getur ungt fólk haft áhrif á samfélagið sitt?“ Nemendur nefna að minnsta kosti þrjár leiðir sem þau sjálf gætu haft áhrif á í sínu nærumhverfi. Loftslagsrádstefna Sameinupjódanna Kennari útskýrir hugtakið hnattræn hlýnun og segir frá samkomulaginu 1992 og 2 °C markmiðinu, og leggur áherslu á að það sé sameiginlegt verkefni allra ríkja. Ræðið við nemendur myndirnar í bókinni sem sýna áhrif loftslagsbreytinga. Hvernig væri mynd frá Íslandi? Hægt er að finna myndir af bráðnun jökla. Áhugavert er að ræða við nemendur um orðanotkun í tengslum við efni kaflans. Í bókinni er notast við orðasambandið hnattræn hlýnun en stundum heyrist orðið hamfarahlýnun. Hver er mismunandi merking orðanna loftslagsbreytingar, hnattræn hlýnun og hamfarahlýnun? Þekkja nemendur fleiri orð? Skiptir máli hvaða orð er notað? Í þessum pistli er komið inn á þetta og fleira tengt loftslagsbreytingum: Hamfarahlýnun eða loftslagsmóðursýki? Verkefnahugmyndir: • Nemendur búa til þrjár hugmyndir að aðgerðum sem gætu hjálpað til við að draga úr mengun og hækkun hitastigs. Þeir skrá hugmyndirnar og teikna eina þeirra sem veggspjald.

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 15 MEIRA OG FLEIRA Loftbelgurinn Kennari skiptir nemendum í hópa og útdeilir til þeirra miðum. Á hverjum miða er ein setning með grein Barnasáttmálans. • að fá að vera barn og hafa réttindi til 18 ára aldurs • að öll börn séu jöfn og fái sömu réttindi • að alltaf sé gert það sem er best fyrir börn • að börn fái að njóta réttinda sinna • að fjölskyldur leiðbeini börnum og verndi þau • að börn fái að lifa og þroskast • að börn fái nafn og ríkisfang • að börn haldi sínum eigin auðkennum (hver þau eru) • að börn séu með fjölskyldu sinni nema það sé hættulegt • að börn geti hitt foreldra sína þó þeir búi annars staðar • að börn séu vernduð gegn því að vera tekin ólöglega • að börn fái að segja skoðun sína og að á þau sé hlustað • að börn fá að tjáð sig með öllum leiðum • að börn hafi trúfrelsi og megi mynda sér skoðanir • að börn megi eiga vini og stofna félög • að börn hafi rétt á einkalífi • að börn hafi aðgang að upplýsingum • að foreldrar beri ábyrgð á börnum sínum • að börn séu vernduð gegn ofbeldi og illri meðferð • að börn sem ekki búa hjá fjölskyldu fái góða umönnun • að ættleidd börn séu vernduð og fái gott heimili • að börn á flótta fái vernd og hjálp • að fötluð börn fái að lifa góðu lífi án hindrana • að börn hafi rétt á heilbrigðisþjónustu, vatni og mat • að fylgst sé með vistun barna utan heimilis • að börn sem búa við fátækt fái aðstoð • að börn fái föt, mat og öruggt heimili • að börn fái menntun • að menntun kenni börnum virðingu, frið og sjálfsþroska • að börn megi tala sitt tungumál og viðhalda menningu sinni • að börn hafi tíma til hvíldar, leiks og lista

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 16 • að börn séu vernduð gegn hættulegri vinnu • að börn séu vernduð gegn vímuefnum • að börn séu vernduð gegn kynferðisofbeldi • að börn séu vernduð gegn mansali og vændi • að börn séu vernduð gegn hvers kyns misnotkun • að börn sem brjóta lög fái sanngjarna meðferð og ekki verði farið illa með þau • að börn séu vernduð í stríði • að börn fái hjálp eftir áföll og erfiðar aðstæður • að börn sem brjóta lög fái réttláta málsmeðferð og úrræði til að bæta sig • að best lög gildi fyrir börn • að allir þekki réttindi barna Nemendur eiga að skoða miðana saman og ganga úr skugga um að öll í hópnum skilji orðin. Síðan hefst leikurinn. Miðarnir eru í loftbelgnum sem er að missa flugið. Nemendur fá 5 mínútur til að létta loftbelginn með því að henda 10 gildum fyrir borð. Þegar því er lokið eru nemendur beðnir um að deila þeim gildum sem eru eftir hjá hverjum hópi. Að því loknu tilkynnir kennari að loftbelgnum sé aftur að fatast flugið. Nú þarf aftur að henda 10 gildum. Þetta má endurtaka að minnsta kosti einu sinni enn þar til hóparnir eru með til dæmis 10 greinar eftir hver. Mikilvægast er að hóparnir kynni greinarnar sem urðu eftir og færi rök fyrir því af hverju þau eru mikilvæg(ust). Leikinn má auðvitað útfæra á mismunandi hátt. Greinarnar eru 42 talsins og kennari getur verið búinn að fækka þeim fyrir fram. Einnig væri hægt að láta hópana fá mismunandi greinar. Markmiðið er að nemendur hjálpist að við að skilja greinarnar og átti sig á innihaldi Barnasáttmálans. Heimsmarkmiðin Nemendum er skipt í hópa og kennari fer yfir heimsmarkmiðin. Hver hópur fær úthlutað einu heimsmarkmiði og á að búa til kynningu fyrir bekkinn. Hægt er að nota til dæmis eftirfarandi slóð Our world in data. Hægt er að skoða töflu og línurit fyrir markmiðið og skoða aftur í tímann. Nemendur búa til glærusýningu þar sem eftirfarandi upplýsingar koma fram: • Útskýring á markmiðinu sem hópurinn fékk • Hvernig stendur Ísland sig miðað við önnur lönd? • Hvað þarf að gerast til að markmiðið náist? • Hvar í heiminum gengur vel og hvar illa að ná markmiðinu? • Hvað getið þið lagt að mörkum til að markmiðið náist?

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 17 Kröfuspjöld Kennari sýnir nemendum barnasáttmálann: Nemendur velta svo fyrir sér og nefna atriði sem þarfnast sérstaklega úrbóta varðandi börn út frá spurningunni: Njóta öll börn sömu réttinda? Hægt er að beita kennsluaðferðinni 1, 2, öll! Nemendur vinna svo kröfuspjöld þar sem þau setja fram slagorð með atriðum sem þau vilja fá breytt í samfélaginu.

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 18 Bara ein jörd Um kaflann Í þessum kafla kynnast nemendur hugtakinu sjálfbær þróun nánar og hvernig efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg sjálfbærni tengjast. Þeir læra að greina auðlindir jarðar – bæði endurnýjanlegar og óendurnýjanlegar – og skilja hvers vegna mikilvægt er að nýta þær á ábyrgan hátt til að tryggja framtíð komandi kynslóða. Kaflinn fjallar um gróðurhúsaáhrif, mengun og áhrif hækkandi hitastigs á jörðina. Nemendur öðlast skilning á hugtakinu vistspor og fá hugmyndir að raunhæfum leiðum til að minnka það í eigin lífi. Einnig er fjallað um stór alþjóðleg umhverfismál eins og eyðingu regnskóga, ræktun pálmaolíu og verkefnið Græni veggurinn í Afríku. Áhersla er lögð á að tengja alþjóðleg viðfangsefni við daglegt líf nemenda, þannig að þeir geri sér grein fyrir eigin áhrifum á umhverfið og verði meðvitaðir um leiðir til að stuðla að sjálfbærni bæði á staðbundnum og hnattrænum vettvangi. Hugtök kaflans og útskýringar Sjálfbærni og sjálfbær þróun • Að lifa og starfa þannig að auðlindir jarðar nýtist komandi kynslóðum – að skila jörðinni í að minnsta kosti jafn góðu ástandi til komandi kynslóða. Þróun samfélags sem mætir þörfum fólks í dag án þess að skaða möguleika framtíðarkynslóða til að mæta sínum þörfum. Auðlindir • Allt sem við getum notað til að skapa verðmæti, t.d. vatn, fiskur, jarðhiti og vindur. • Endurnýjanlegar auðlindir Auðlindir sem geta myndast aftur og endurnýjast ef við notum þær ekki of mikið, t.d. fiskistofnar, jarðhiti, skógur. • Óendurnýjanlegar auðlindir Auðlindir sem klárast ef við notum þær upp, t.d. olía, kol, málmar. Gróðurhúsaáhrif • Þegar lofthjúpur jarðar heldur á sér hita frá sólinni, eins og glerveggir halda hita inni í gróðurhúsi. Gróðurhúsalofttegundir • Lofttegundir sem halda hita á jörðinni, t.d. koltvísýringur og metan. Of mikið af þeim veldur hlýnun jarðar. Koltvísýringur (CO₂) • Lofttegund sem myndast m.a. við bruna olíu, kola og gass, og veldur hlýnun jarðar. Vistspor • Mælikvarði á hversu mikið við notum af auðlindum jarðar og hversu mikið við mengum.

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 19 Bláa gullið • Annað orð yfir ferskvatn, sem er nauðsynlegt fyrir allt líf. Regnskógar • Þéttir skógar í hitabeltinu sem eru heimili gríðarlegs fjölda plantna og dýra, og hjálpa að framleiða súrefni. Pálmaolía • Olía unnin úr ávöxtum olíupálma, oft notuð í matvæli og snyrtivörur, en ræktun hennar veldur skógareyðingu. Fæðuöryggi • Þegar fólk hefur stöðugan aðgang að nægum og hollum mat. Vistvænar samgöngur • Ferðamáti sem mengar lítið, t.d. að ganga, hjóla eða nota rafmagnsbíla. Áður en gamanið hefst Þekkja nemendur orðin sjálfbærni og auðlind? Gott er að láta nemendur velta fyrir sér auðlindunum sem við höfum á Íslandi – hverjar þær eru, hvernig við notum þær og hvort þær geti klárast. Hægt er að virkja forþekkingu nemenda með því að tengja umræðuna við dæmi úr daglegu lífi þeirra, svo sem orku- og vatnsnotkun heima. Myndir eða myndbönd af regnskógum, eyðimerkurmyndun eða loftslagsverkefnum geta gert efnið áhugavert. Mikilvægt er einnig að hvetja til gagnrýninnar hugsunar með því að láta nemendur velta fyrir sér mismunandi hagsmunum, kostnaði og ávinningi nýtingar auðlinda. Sjálfbærni Kennari byrjar á að skrifa orðið „sjálfbær þróun“ á töfluna og spyr nemendur hvort þeir muni hvað það þýðir úr fyrri kafla. Kennari leggur inn sjálfbærnihugtakið. „Við fengum jörðina ekki í arf frá forfeðrum okkar, við höfum hana að láni frá börnunum okkar,“ segir gamalt máltæki frá Kenýa sem má nota til að útskýra orðið sjálfbærni. Hvernig skilja nemendur máltækið? Sjálfbærnihugtakið fjallar um hvernig við lifum lífinu. Að vera sjálfbær þýðir bókstaflega að standa undir okkur sjálfum – að geta lifað á jörðinni. Að bera í orðinu sjálfbær merkir eiginlega það sama og að lifa. Það sem er sjálfbært er eitthvað sem lifir og eyðist ekki. Í lífinu öllu, sérstaklega í því hvernig við umgöngumst náttúruna og nýtum landið, er þetta gríðarlega mikilvægt. Jarðarbúar nota til dæmis tré til að búa til ýmislegt, t.d. pappír og húsgögn. Ef jarðarbúar höggva fleiri tré en geta vaxið endurnýjast skógurinn ekki og er ekki sjálfbær lengur. Ef jarðarbúar veiða of mikinn fisk endurnýjast ekki fiskistofnarnir og fiskarnir hverfa. Þá eru veiðarnar ósjálfbærar. Ef við göngum þannig um jörðina að auðlindir hennar verða ekki í boði fyrir komandi kynslóðir erum við í vandræðum. Jarðarbúar framtíðarinnar – börnin „okkar“ – geta

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 20 þá ekki nýtt þær. Og þannig kemur merking máltækisins betur í ljós. Við verðum að líta þannig á að við séum með jörðina í láni frá börnum framtíðarinnar. Við verðum að skila henni til þeirra í sama og helst betra ástandi. Við eigum bara eina jörð. Þegar talað er um sjálfbærni fylgir gjarnan orðið þróun – þá er talað um sjálfbæra þróun. Þróun merkir það hvernig eitthvað breytist með tímanum. Hlutirnir geta þróast – breyst, til hins betra, verra eða staðið í stað. Sjálfbær þróun þýðir að hlutirnir séu að breytast til hins betra. Mikilvægt er að útskýra fyrir nemendum að sjálfbær þróun snýst ekki bara um umhverfislega þætti. Fátækt hefur mikil áhrif á það hvernig fólk lifir lífinu og markmiðið er að það sé jafnvægi á milli efnahagslegra, fé lagslegra og umhverfislegra þá tta í hverju samfé lagi. Að stuðlað sé að efnahagslegum jö fnuði, að mannréttindi séu virt ásamt því að ekki sé gengið um of á auðlindir jarðar. Markmið sjá lfbærrar þró unar fela í sé r að við endurskoðum í sífellu hvernig við lifum og stö rfum þannig að það bitni ekki á jö rðinni og þar af leiðandi komandi kynsló ðum. Þannig skiptir sjálfbærni ekki bara máli varðandi umhverfisvernd heldur í öllum þáttum samfélagsins og það er margt sem hefur áhrif á möguleika fólks á að vera sjálfbært. Þar sem stríð geisa hafa manneskjur oft ekki tækifæri til að mennta sig, fólk býr við fátækt og hungur og heilsa og vellíðan eru í stórhættu. Allir þessir þættir vinna gegn sjálfbærni. Friður er ein mikilvægasta forsenda sjálfbærrar þróunar. Verkefnahugmyndir: • Nemendur fá spjald með mismunandi aðstæðum (t.d. fiskveiðar, vatnsnotkun, plastnotkun, skógarhögg) og ræða: ° Hvað gerist ef við notum auðlindina of mikið? ° Hvað getum við gert til að nýta hana á sjálfbæran hátt? • Teikna mynd sem sýnir dæmi um sjálfbærni (t.d. tré sem vex aftur, vatn sem hreinsast, sorp sem er endurunnið). Audlindir Kennari tekur fyrir með nemendum orðið auðlind. Gott er að taka það í sundur og útskýra sitt í hvoru lagi: • auður = verðmæti; eitthvað sem hægt er að nota • lind = uppspretta Auðlind merkir þá hvaðan verðmæti koma. Þegar nemendur hugsa um verðmæti á jörðinni, hvað dettur þeim í hug? Geta nemendur nefnt dæmi um auðlindir, til dæmis á Íslandi? Gott er að sýna myndir af ólíkum auðlindum: fiskveiðum, skógum, sólarorku, olíuborpöllum, vindmyllum. Kennari útskýrir muninn á endurnýjanlegum og óendurnýjanlegum auðlindum með einföldum dæmum:

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 21 Auðlindir sem endurnýjast ekki eru verðmæti sem aðeins er til ákveðið magn af. Ef slík auðlind klárast, þá klárast hún og ekki er hægt að nota meira. Dæmi um slíkar auðlindir eru olía, kol og ýmsir málmar. Auðlindir sem endurnýjast eru þær sem endalaust er til af. Þetta eru þá sólarorka, vatnsorka og vindorka til að mynda. Auðlindir sem endurnýjast hægt eru margar en þær sem nemendur þekkja ef til vill best eru fiskistofnar og skógar. Það tekur töluverðan tíma fyrir lítil seiði að verða að stórum fiskum og það þarf auðvitað ákveðið magn af fiskum til að búa til fleiri. Það sama á við um trén í skóginum. Mikilvægt er að tengja við umhverfi nemenda með því að ræða íslenskar auðlindir eins og jarðhita, vatnsafl og fisk. Enn fremur að tengja kirfilega saman auðlind og sjálfbærni. Útskýra vel sjálfbæra nýtingu auðlinda. Það getur verið áhugavert að ræða auðlindahugtakið í víðum skilningi við nemendur. Geta manneskjur verið auðlind? Tengja það til dæmis við áhrifavalda sem hefur verið minnst á eins og Gretu Thunberg og Malölu Yousafzai. Verkefnahugmyndir: • „Ef auðlindin klárast…“ Nemendur velja eina auðlind og skrifa stutta lýsingu á því hvað myndi gerast ef hún kláraðist. • Umræðuverkefni: Af hverju eru lífsgæði ekki eins í öllum löndum? Hvaða auðlindir eru mikilvægastar fyrir Ísland? Bláa gullid Kennari ræðir við nemendur hvað myndi gerast ef við hefðum ekkert vatn. Hversu lengi halda nemendur að þeir geti lifað án vatns? Sýnir kort eða mynd af löndum þar sem vatn er af skornum skammti. Tekur dæmi um aðgengi að vatni í heiminum – sumir ganga langar vegalengdir á hverjum degi til að sækja vatn. Verkefnahugmyndir: • Nemendur skrá hjá sér allt vatn sem þeir nota á einum degi (t.d. til að drekka, elda, þvo sér, skolun á klósetti). Ræða saman um hversu mikið vatn fer í hvern hlut og hvar væri hægt að spara. • Teikna eða búa til veggspjald um „bláa gullið“ og af hverju vatn er lífsnauðsynlegt. Rafmagn og jardhiti Kennari útskýrir fyrir nemendum hvernig rafmagn verður til. Vatn sem fellur sem regn safnast saman og rennur til sjávar. Orkan sem býr í vatninu losnar og hana er því hægt að nýta til að búa til rafmagn í vatnsaflsvirkjunum, sem einnig eru oft nefndar vatnsvirkjanir. Þessi vatnsorka er endurnýjanleg orka, það er jú til endalaust af vatni þar sem það er í eilífri hringrás. En hvernig verður vatnsaflið að rafmagni? Það býr auðvitað mikill kraftur í stórri á eða fljóti sem fellur óhindrað í náttúrulegum farvegi. Þess vegna þarf að ná tökum á því ef svo má segja áður en hægt er að nýta það í virkjun. Það

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 22 þarf að tryggja jafnan og stöðugan straum. Það er gert með því að stífla ána og búa til lón þar sem vatnið er geymt. Vatninu er síðan veitt inn í stöðvarhús þar sem það knýr túrbínur sem snúast. Túrbína má segja að sé hjól með hólfum sem grípa vatnið og við það snýst hjólið. Túrbínan er svo tengd við rafal sem breytir snú ningsorkunni í raforku. Rafstraumurinn er síðan leiddur ú r stö ðvarhú sinu með há spennulínum og til notenda. Vatn rennur ekki aðeins á yfirborðinu heldur einnig niðri í jörðinni. Jarðhiti kemur til vegna kviku úr kjarna jarðar sem stöðugt leitar á yfirborðið. Á svokölluðum háhitasvæðum þar sem jarðhiti er mikill, svo sem á Íslandi, hitnar vatnið og leitar aftur upp að yfirborðinu. Þar sem blanda af sjóðandi vatni og gufu streymir upp má gera svokallaðar borholur og nota gufuna alveg eins og vatn í vatnsaflsvirkjun til að knýja túrbínur og breyta þannig orkunni í rafmagn eins og áður var lýst. Gufan þéttist svo aftur í vatn að ferlinu loknu og er veitt aftur í hringrás vatnsins. Kostir þess að nýta vatn til orkuframleiðslu eru auðvitað þeir að vatnið er óþrjótandi og umhverfisvænt. Ókosturinn er hins vegar umhverfisáhrifin sem hljótast af virkjununum sjálfum. Stór landsvæði fara undir vatn þegar ár og fljót eru stífluð og við það tapast vistkerfi ótal dýrategunda. Gródurhúsaáhrif og koltvísyringur Kennari útskýrir hvernig gróðurhús eru þannig hönnuð að þau gleypa í sig varmann frá sólinni og halda honum inni í húsinu (gott að teikna upp í leiðinni eða nota skýringarmynd). Þannig er hægt að rækta safaríka tómata í tiltölulega köldu loftslagi eins og á Íslandi. Nákvæmlega það sama er að gerast í lofthjúpi jarðar og það köllum við gróðurhúsaáhrif. Gróðurhúsaáhrifin eru náttúrulegt fyrirbæri og án þess væri ekki líft á jörðinni. Það virkar þannig að geislar sólar berast til jarðarinnar en hluti þeirra endurkastast af lofthjúpnum aftur út í geim. Yfirborð jarðarinnar gleypir svo í sig stóran hluta hitans frá sólinni og heldur honum þar, svolítið eins og nemendur upplifa þegar þeir eru í lopapeysu. Lopapeysa jarðarinnar er lofttegundir sem við köllum gróðurhúsalofttegundir vegna þess að það eru þær sem geyma varmann. Kolefni, metan og vatnsgufa eru slíkar lofttegundir. Þetta er náttúrulegt fyrirbæri og án þessara lofttegunda væri um það bil 30 gráðum lægri meðalhiti á jörðinni en nú er. Það væri næstum 18° frost. Vegna þess hvernig við manneskjurnar lifum, t.d. með því að brenna jarðefnaeldsneyti eða framleiða óumhverfisvæna orku, losum við mikið af gróðurhúsalofttegundum í loftið. Það veldur auknum gróðurhúsaáhrifum og hækkun hitastigs á jörðinni. Nemendur vita alveg hvernig það er að vera í allt of þykkri lopapeysu. Kolefni er gróðurhúsalofttegund sem er alveg nauðsynleg. Ljóstillífandi lífverur breyta henni í súrefni og við manneskjurnar öndum henni frá okkur. Það sem er hins vegar afar slæmt er að þegar til dæmis regnskógur brennur og mikið magn kolefnis losnar út í andrúmsloftið binst það súrefni og bindur varmann í andrúmsloftinu. Með öðrum orðum, það hlýnar. Og undanfarin ár hefur hlýnað mikið, það er kallað hamfarahlýnun (orðið hnattræn hlýnun hefur verið notað í bókinni).

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 23 Greta Thunberg Kennari segir frá Gretu Thunberg, til dæmis með því að sýna myndir eða myndskeið af Gretu, og bendir á hvernig mótmæli hennar vöktu heimsathygli. Tengja þetta við Ísland og segja frá krökkum sem söfnuðust saman á Austurvelli fyrir framan Alþingi. Verkefnahugmyndir: • Umræðuverkefni: Af hverju haldið þið að mótmælin hennar Gretu hafi vakið svona mikla athygli? • 10 mínútna ritun: Hverju vilt þú mótmæla og/eða breyta eða er hægt að breyta heiminum með aðgerðum eins og mótmælum?? • Búa til lítil kröfuspjöld með setningum eða slagorðum sem snúa að umhverfinu. Græni veggurinn Kennari útskýrir hugtakið eyðimerkurmyndun og tengir það við orsakir eins og ofbeit, loftslagsbreytingar og öfgaveður. Sýnir kort af Afríku og útskýrir Græna vegginn – verkefni þar sem plantað er trjám í samfellda línu þvert yfir álfuna til að stöðva jarðvegseyðingu. Ræðir hvernig trjágróður getur aukið fæðuöryggi, verndað jarðveg og hjálpað samfélögum að laga sig að loftslagsbreytingum. Kynnir hugtakið fæðuöryggi og tengir það við hugmyndina um lífsgæði. Tekur dæmi um hvernig vatn, húsnæði, súrefni og læknisþjónusta eru líka hluti af lífsgæðum. Verkefnahugmyndir: • Nemendur teikna einfalda skýringarmynd eða kort sem sýnir hvernig trjágróður getur hjálpað til við að berjast gegn eyðimerkurmyndun. Vistspor Kennari útskýrir hugtakið vistspor. Það stendur fyrir það hversu hratt manneskjan ný tir auðlindir jarðar. Til að sjá þetta betur fyrir sér er hægt að hugsa um 100 sinnum 100 metra. Það er einn hektari. (t.d. rúmlega fótboltavöllur, 100x70). Á jörðinni eru 12,2 milljarðar hektara sem hægt er að nýta til ræktunar og til að taka á móti úrgangi. Með því að skipta þessum rúmlega 12 milljörðum niður á fjölda þeirra manneskja sem búa á jörðinni fáum við 1,6 á mann. Þetta þýðir að til að jarðarbúar séu sjálfbærir má vistspor hvers og eins ekki vera meira en 1,6. Meðalvistsporið árið 2022 var 2,69. Vistspor Íslendinga var á sama tíma 12,7. Það segir okkur í raun og veru að ef allir jarðarbúar myndu lifa eins og Íslendingar þyrftum við sex jarðir. Ræðið við nemendur hversu lengi þetta gengur þegar okkur fjö lgar sífellt. Af hverju er þetta svona? Það er vegna neyslu. Fötin, maturinn, tækin, allt er þetta búið til úr auðlindum, mörg nota bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti, flugsamgöngur eru algengar og mjög mikið er flutt inn, sem þýðir hátt vistspor.

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 24 Kolefnisspor er önnur mæliaðferð sem er notuð til þess að sýna hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda, eins og jarðefnaeldsneyti, kol, olíu og gas, hver einstaklingur losar beint eða óbeint út í andrúmsloftið í sínu daglega lífi. Til dæmis með því að velja samgöngumáta, neyta matar og drykkja og svo framvegis. Búseta hefur mikil áhrif á stærð kolefnisspors einstaklings og hvaða áhrif hann hefur á umhverfið. Margir búa við allsnægtir og neyta gríðarlega mikils á hverjum degi og svo er fólk víða um heim sem líður skort og hefur ekki aðgang að auðlindum sem tryggja mannsæmandi líf, menntun og heilbrigðiskerfi. Þau sem eru með stærra vist- og kolefnisspor eru með það því þau nota auðlindir frá fólki sem býr við bág kjör í dag. Verkefnahugmyndir: • Umræðuverkefni: Hvaða ríki haldið þið að séu mestu neyslupésarnir? En minnstu? • Á netinu er hægt að finna mismunandi útgáfur af reiknivélum sem reikna vistspor og kolefnisspor. Þær eru misnákvæmar og krefjast oft töluverðra upplýsinga sem nemendur búa ef til vill ekki yfir varðandi heimili sín. Hér eru tvær reiknivélar til að reikna út kolefnissporið þitt. Annars vegar íslensk og hins vegar ensk reiknivél. • Íslensk reiknivél til að reikna kolefnisspor: • Ensk reiknivél til að reikna kolefnisspor: Vistvænar samgöngur Kennari útskýrir tengslin milli samgangna og vistspors. Tekur dæmi um ólíkar samgöngur: bíla sem ganga fyrir bensíni/olíu, rafmagnsbíla og almenningssamgöngur. Útskýrir að rafmagnsbílar séu umhverfisvænni en hefðbundnir bílar en samt ekki fullkomlega lausir við mengun. Ræðir um svifryk: hvað það er, hvernig það myndast og hvaða áhrif það hefur á heilsu. Leggur áherslu á að minnka vistspor með því að ferðast minna eða velja umhverfisvænni kosti. Verkefnahugmyndir: • Umræðuverkefni: Hugsið um ykkar eigin ferðir í vikunni – hvernig gætuð þið minnkað vistsporið ykkar? MEIRA OG FLEIRA Rannsóknarstöðin Nemendur ímynda sér að þeir séu vísindamenn sem þurfi að búa á sérstökum stöðum í fimm ár við rannsóknarstörf. Þeir verða að lifa af og passa að menga ekki umhverfið – vera sjálfbær. Nemendur eiga að hanna stöðina sína. Staðirnir geta til dæmis verið: • Amazon-frumskógurinn • Sahara-eyðimörkin • Suðurskautslandið • Síberíutúndran • Surtsey

Ég og umheimurinn 2913 | Kennsluleiðbeiningar | © Miðstöð menntunar og skólaþjónustu 2025 25 Nemendur eiga að: Skoða staðinn – hvernig er umhverfið og loftslagið? Hvaða auðlindir er hægt að nýta á sjálfbæran hátt? Hvaða áskoranir eru á staðnum? Ákveða hvað þarf að taka með – matur, vatn, verkfæri o.s.frv. Hugsa um orku – hvaðan fá vísindamenn rafmagn? (sólarorka, vindorka, vatnsorka?) Ath. sjálfbærni. Skipuleggja daglegt líf – hvernig geta 20 manns lifað þar í 5 ár? Hvað gera þau á daginn? Hvernig losa þau úrgang á sjálfbæran hátt? Velja hópinn – hvaða fólk þarf? Læknir? Vísindamaður? Kokkur? Byggja líkan af stöðinni úr endurnýtanlegu efni (t.d. skyrdollum, pappakössum, gömlum leikföngum...) Búa til veggspjald sem segir frá stöðinni. Á veggspjaldinu á að koma fram: • Hverjir búa á stöðinni? • Hvaðan kemur orkan? • Hvernig er daglegt líf? • Hvernig eru aðstæður á staðnum? Nemendur kynna stöðina fyrir bekknum: • Sýna líkanið. • Segja frá stöðinni og hvað var erfitt eða auðvelt. • Útskýra hvernig orkan virkar. • Segja hvað þeir lærðu. ATH.: Ráðlegt er að gera ráð fyrir um það bil viku í þetta verkefni og undirbúa það með því að safna endurnýtanlegu efni. Nemendur mega aðeins nota endurunnið efni í líkanið en í kennslustofunni þurfa að vera verkfæri eins og skæri, lím, límbönd, málning o.s.frv. Flokkunarspil Nemendur búa til spjöld með myndum af mismunandi auðlindum (t.d. gull, fiskur, vindur, kol, sól, jarðhiti). Þeir flokka svo í tvo hópa: endurnýjanlegar og óendurnýjanlegar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=