Ég og umheimurinn

Í heiminum eru mörg trúarbrögð. Sameiginlegt þeim öllum er að þau innihalda siðareglur. Í siðareglunum er talað um hvernig fólk eigi að hegða sér í samskiptum við æðri mátt (guðinn eða guðina) og hvernig eigi að koma fram við annað fólk. Hugmyndin um að það sé bara til einn guð kom upphaflega frá gyðingum og hún er meira en 3000 ára gömul. Gyðingar, kristnir menn og múslimar (íslam) trúa á einn og sama guðinn. Gyðingar kalla hann Jahve, múslimar Allah og kristið fólk Guð. Hann er sagður hafa skapað bæði himin og jörð. Í sumum trúarbrögðum trúir fólk á marga guði. Á Indlandi og svæðunum þar í kring er flest fólk hindúatrúar. Í þeirri trú eru margir guðir. Þeir helstu eru fjórir talsins og kallast Brahma, Shiva, Vishnu og Krishna. Á Íslandi er trúfrelsi. Öll höfum við rétt á að trúa á það sem við viljum. Það er einkamál fólks hvað það kýs að trúa á. Engin ein trúarbrögð eru réttari en önnur. Á Íslandi er þjóðkirkja og í hana er flest fólk skráð en alls ekki allt. Hér tilheyrir fólk einnig fjölmörgum öðrum trúfélögum svo sem ásatrú, íslam og búddisma svo nokkur séu nefnd. Hér á landi er líka margt fólk sem er ekki skráð í neitt trúfélag. Trúarbrögd Hindúismi Gydingatrú 94 Kristni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=