91 2 3 4 5 Um hvað fjallar textinn í laginu Imagine? Veldu eitt af eftirfarandi verkefnum: a) Túlkaðu textann listrænt. Þú getur til dæmis málað mynd, búið til dans, teiknimyndasögu, myndband eða skrifað sögu. b) Skrifaðu eigið ljóð eða texta sem fjallar um svipað efni, út frá þínu lífi, reynslu og umhverfi. Vinnið saman og athugið hvað þið finnið um atriðin hér fyrir neðan. Setjið upp málstofur og ræðið málefnin. a) friðarsamtök b) stríð c) friðargæsla d) flóttafólk og móttaka þeirra Vinnið saman og leitið á netinu að „non violent communication“. Líklega finnið þið myndbönd sem útskýra hvað þetta merkir. Veljið eitt myndband og sýnið bekknum ykkar og útskýrið og ræðið það. Hvar eru helstu stríðsátök í heiminum í dag? Af hverju byrjuðu átökin/ stríðið? Veljið eitt átakasvæði og búið til kynningu fyrir bekkinn um svæðið. Hvað er málamiðlun? Getur þú nefnt dæmi um deilur þar sem þú hefur þurft að beita málamiðlun? Til dæmis í skólanum eða heima? Leitaðu upplýsinga um Friðargæslu Sameinuðu þjóðanna. Á hvaða svæðum hefur hún starfað? Myndir þú geta hugsað þér að starfa sem friðargæsluliði? 6 7
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=