90 • Friður þýðir að fólk getur lifað saman án stríðs eða alvarlegra átaka. • Friðarhugtakið hefur ólíka merkingu eftir því hvar við erum stödd í heiminum. Austurlandabúar skilgreina friðarhugtakið oft öðruvísi en Vesturlandabúar. • Að lifa saman í friðsamlegu umhverfi þýðir að við erum tilbúin til að gera málamiðlanir. • Ísland er mjög friðsælt land. Ef það kemur upp ágreiningur milli hópa þá er hægt að gera málamiðlanir eða að leita til dómstóla og fá þá til að leysa úr deilunni. • Vopnuð átök er það sama og stríð. • Fólk, sem er af öðru þjóðerni, hefur aðra trú eða kynhneigð en meirihlutinn, getur orðið fyrir aðkasti og og það á ekki rétt á sér. • Hlutverk Sameinuðu þjóðanna er að draga úr spennu og koma í veg fyrir átök í heiminum. • Ef fólk er hrætt við stjórnvöld og þorir ekki að deila skoðunum sínum þá er það brot á mannréttindum og kallast kúgun. Í mörgum ríkjum brjóta stjórnvöld á mannréttindum fólks. • Við getum ekki alltaf fengið það sem við viljum. Ofbeldi er aldrei lausnin. • Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna eiga að tryggja frið og líf fólks á svæðum þar sem hafa verið mikil átök. Samantekt Verkefni Í Viðey er friðarsúla sem tengist laginu Imagine eftir Bítilinn og friðarsinnann John Lennon og Yoko Ono konu hans (sjá bls. 6). Hver er tilgangurinn með þessu listaverki? Af hverju er friðarsúlan á Íslandi? 1
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=