89 Samskipti án ofbeldis Við getum ekki alltaf fengið allt það sem við viljum. Við þurfum að gera málamiðlanir. Við þurfum öll að æfa okkur í að skoða hlutina frá ýmsum sjónarhornum og reyna að finna leiðir til að leysa úr deilunni. Öll lendum við einhvern tímann í því að vera ósammála. Þá skiptir miklu máli hvernig við bregðumst við. Að rífast á sanngjarnan máta er að halda sig við efnið, forðast dónaskap eða móðganir. Við þurfum líka að læra að það er í lagi að yfirgefa aðstæður og koma aftur að þeim þegar við höfum róast nóg til að geta rætt hlutina. Flest viljum við lifa í sátt og friði en það getur verið snúið að vera alltaf í góðum samskiptum. Sum temja sér samskipti án ofbeldis og velja þá alltaf að sýna skilning og taka ábyrgð á viðbrögðum sínum þegar eitthvað gerist. Með því að velja samskipti án ofbeldis lærir fólk að tjá tilfinningar sínar og þarfir á ábyrgan hátt. En það þarf líka að geta hlustað á tilfinningar og þarfir annarra og sýnt þeim skilning. Þannig er hægt að eiga samskipti með góðum árangri fyrir okkur öll. Ég skil pín sjónarmid! Vid erum ekki sammála um málid. Köllum á fund hjá félaginu og leysum petta. Ég er ad rétta fram sáttarhönd.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=