Fridargæsla Sameinuðu þjóðirnar hafa það markmið að koma í veg fyrir átök í heiminum. Þau stýra viðræðum á milli deiluaðila og hjálpa þeim að skilja hvert annað. Tilgangurinn er að koma á samningum til að forðast átök og stríð. Stundum senda Sameinuðu þjóðirnar fólk sem vinnur við friðargæslu til átakasvæða. Hlutverk friðarsveitanna er að reyna að koma á reglu og vernda íbúa landsins. Það getur verið ótrúlega erfitt að koma á friði milli hópa eða landa sem eru í hörðum átökum. Þá þarf að reyna að skilja alla deiluaðila og finna lausn sem öll geta sætt sig við. Friðargæsla er mjög mikilvæg, sérstaklega á svæðum þar sem átök hafa verið mikil. Þó að átökum sé lokið getur enn verið mikill sársauki og reiði hjá fólki og sum vilja jafnvel ná fram hefndum. Fólk verður að læra að lifa með því sem gerðist og fá aðstoð til að lifa friðsamlega saman. 87
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=