Ég og umheimurinn

86 Málamidlun Málamiðlun kallast það þegar fólk nær saman um að leysa úr deilumáli án átaka. Í málamiðlun verða öll að gefa eftir. Málamiðlun er lausn sem öll geta sætt sig við þótt deiluaðilar nái ekki fram öllum markmiðum sínum. Það er ekki hægt að leysa deilumálin og ná fram friði öðruvísi en að hittast, hlusta hvert á annað, tala saman og leita að sameiginlegum lausnum. Og þetta gildir í öllum samskiptum fólks sem er ekki sammála. Ef við viljum leysa deiluna, jafnvel þó svo að við teljum okkur hafa á réttu að standa, reynum við að finna málamiðlun. Fyrirgefdu! Fyrirgefdu sömuleidis! Hvad er hér í gangi? Ég var med hann! NEI! ÉG!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=