85 Átök eiga stóran þátt í mótun sögunnar. Ef við skoðum átök á milli þjóða eða ríkja getur verið erfitt að átta sig á því hvers vegna átökin byrjuðu. Við verðum oft að þekkja menningu eða sögu þeirra sem deila til að skilja hvað er í gangi. Átök og stríð geta til dæmis átt sér stað vegna: • Landsvæða – baráttu um að eignast ný lönd eða skipta þeim upp. • Auðlinda – eins og vatns eða olíu. • Stjórnmála – til dæmis þegar hópar reyna að fella ríkisstjórn. • Haturs og mismununar – gagnvart fólki sem tilheyrir öðrum hópum (til dæmis þjóðerni, trú eða kynhneigð). • Innanríkisátaka – þegar hópar í sama landi berjast hver við annan. Þetta kallast borgarastríð. • Hryðjuverka – þegar ráðist er á saklaust fólk til að skapa ótta. Hvad veldur átökum? Á vef Sameinuðu þjóðanna, Globalis.is getur þú skoðað lönd og svæði þar sem átök eru í gangi. Getur þú fundið nýleg dæmi um borgarastríð? Hvar áttu þau sér stað? Hver var tilgangurinn með borgarastríðinu? Búðu til kynningu fyrir aðra í bekknum. Svo færum vid landamærin sudur svona ... Hvad segja hin löndin vid pví?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=