84 Átök hafa alltaf átt sér stað. Það er ekkert athugavert við það þótt fólk sé ekki sammála um allt og deili stundum. Átök geta þó verið misalvarleg. Þegar talað er um átök er átt við ósamkomulag, rifrildi, missætti, erjur eða stríð. Ísland er mjög friðsælt land og hér er lítið um átök. Ef upp kemur ágreiningur er hann leystur með samtölum eða ef það er ekki hægt þá fer málið stundum fyrir dómstóla. Vopnuð átök eru það sama og stríð en þá eru vopn notuð til að reyna að ná sínu fram. Stríð eru aldrei góð og sum þeirra geta jafnvel staðið yfir í mörg ár. Á stríðstímum stöðvast jákvæðar framfarir og allt verður mjög fljótt miklu verra en áður. Fólk missir fjölskyldur sínar, heimili, vinnu, fyrirtæki og fleira sem það hefur unnið að. Skólum er lokað, borgir og bæir eru eyðilagðir og fólk hefur ekki nægan mat eða aðgang að vatni. Sjúkrahús og önnur grunnþjónusta virkar ekki. Fólk neyðist til að flýja til að finna öryggi á öðrum stað. Að halda frið er mikilvægt vegna allrar eyðileggingarinnar sem stríð hefur í för með sér. Það getur líka tekið fólk mjög langan tíma að jafna sig eftir stríðsátök. Strídsátök Geta börn hjálpað öðrum börnum sem eru á flótta frá stríði? Hvernig þá?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=