83 Hvernig líður þér þegar þú ert í miðju rifrildi við einhvern? Hvaða tilfinningum finnur þú fyrir? Hugtakið friður getur haft mismunandi merkingu eftir því hvar í heiminum við erum. Í austurlenskri menningu snýst friður oft um innri frið – að hafa ró í huga og hjarta. Á Vesturlöndum tengja margir frið við að það sé ekki ófriður í umhverfinu. Að lifa saman í friði þýðir meðal annars að við reynum að leysa ágreining án þess að særa eða hóta hvert öðru. En friður getur verið brothættur og ekkert varir að eilífu. Við vitum öll hversu lítið þarf til að skapa ósætti og leiðindi. Friður er nokkuð sem við þurfum öll að vinna að til dæmis með því að hugsa áður en við gerum eitthvað. Gott dæmi er þegar við bjóðum góðan dag. Hvað þýðir það, að bjóða góðan dag? Jú það er ákveðin kurteisi að bjóða fólki góðan dag, jafnvel þó við meinum ekkert með því. Þessi kveðja getur haft falda merkingu því þú ert líka að spyrja hvort allt sé í lagi á milli ykkar. Ef þau sem þú spyrð svarar ekki, gæti það verið af því að viðkomandi heyrði ekki í þér, var þreytt eða að hugsa um eitthvað annað. Svo gæti líka verið að sá sem fær kveðjuna frá þér vilji ekki óska þér góðs dags. Þá er auðvelt að halda að friðurinn á milli ykkar sé ekki í lagi. Innri fridur ... Hvernig myndir þú útskýra frið?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=