80 Verkefni Fylgist með fréttum í fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum í tvo til þrjá daga. Ræðið síðan saman í hópum um þær fréttir sem þið funduð: a) Hvaða fréttir voru jákvæðar? Um hvað fjölluðu þær? b) Hvaða fréttir voru neikvæðar? Um hvað fjölluðu þær? c) Hvort voru jákvæðu eða neikvæðu fréttirnar fleiri? 1 2 Hvað eru mannréttindi og hverjir njóta þeirra? Kannast þú við einhver lönd þar sem mannréttindi eru ekki virt? Skoðaðu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (þú finnur hann á netinu). Hver eru helstu réttindi barna samkvæmt honum? Veldu eina tegund réttinda úr sáttmálanum og kynntu þau fyrir öðrum í bekknum. Þú hefur ekki bara réttindi heldur líka skyldur. Hvað er átt við með því? Nefndu nokkur dæmi. Útskýrðu orðið lífsskilyrði. Hvernig eru lífsskilyrði á Íslandi? Hvernig heldur þú að lífsskilyrði fólks í til dæmis Afganistan, Bandaríkjunum eða eða Úkraínu séu? Heldur þú að það sé mikill munur á lífsskilyrðum fólks í þessum löndum? 3 4 6 5 Hugsaðu þér að þú þurfir að flýja heimili þitt, til dæmis vegna náttúruhamfara. Þú hefur klukkutíma til að undirbúa þig og þú getur bara tekið með þér það sem þú getur borið. Þú veist ekki hvað þú þarft að vera lengi að heiman. Hvert myndir þú fara og af hverju? Búðu til lista yfir nokkra hluti sem þú tækir með þér og rökstyddu valið á hverjum hlut.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=