Ég og umheimurinn

• Mannréttindi eru réttindi sem allt fólk hefur og það má ekki taka þessi réttindi af því. Öll eiga til dæmis rétt á heilbrigðu og öruggu lífi. • Fólk öðlast mannréttindi um leið og það fæðist. Stjórnvöld í hverju landi bera ábyrgð á að við njótum mannréttinda. Öll eigum við til dæmis að vera jöfn fyrir lögum og við megum hafa áhrif á hvernig landinu okkar er stjórnað. • Sum mannréttindi snúast um að geta lifað frjáls. Við höfum fullan rétt á að velja trúarbrögð eða það sem við viljum trúa á. Við eigum líka rétt á að trúa ekki á neitt. Og við eigum rétt á að stofna fjölskyldu ef okkur langar til þess. • Mannréttindin eiga að vernda okkur til dæmis fyrir ofbeldi. • Við eigum að njóta mannréttinda og það er réttur okkar að annað fólk komi fram við okkur af virðingu. Okkur ber líka skylda til að koma vel fram við aðra. • Upplýsingar og fréttir sem við fáum gefa okkur ekki endilega rétta mynd af því sem er að gerast í heiminum. Við þurfum að skoða málin vel og temja okkur gagnrýna hugsun. Við eigum ekki bara að vera áhorfendur heldur líka þátttakendur í samfélagi okkar. • Fjöldi fólks er á flótta frá átökum og slæmum lífsskilyrðum. Flóttafólkið vonast eftir að geta búið á svæði eða í landi þar sem friður ríkir og mannréttindi eru virt. • Jafnrétti snýst um sanngirni. Yfirleitt leiðir ójafnrétti til átaka og óánægju. Lífið er ekki alltaf réttlátt. Við getum vel breytt heiminum ef við viljum. En við verðum að gera það saman. Samantekt 79

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=