Jafnrétti Jafnrétti þýðir að það megi ekki mismuna fólki. Að öll eigum við að hafa sömu möguleika á að nýta hæfileika okkar. Og það má ekki mismuna þér út frá aldri, kyni, húðlit eða fötlun svo dæmi séu nefnd. Jafnrétti eru mannréttindi, þú átt þessi réttindi og enginn má taka þau af þér. Ein tegund réttinda er að fá að vera í skóla og mennta sig. Sums staðar getur fjárhagur eða kyn ráðið því hvort þú kemst í skóla eða ekki. Öll eigum við rétt á að það sé komið fram við okkur af virðingu. flóttamenn til Evrópu. Fylgdarlaus þýðir að börnin koma ein og ekki í fylgd með fullorðnum. Hvert þessara barna á sér sína sérstöku sögu. Oftast snúast sögurnar um stríð, hungursneyð og dauða. Þessi börn eru að vonast eftir að geta byrjað nýtt og betra líf annars staðar í landi þar sem þau geta búið við öryggi og sofið rótt á nóttunni. Leitaðu upplýsinga um hverjir koma sem flóttafólk til Íslands? Þú finnur upplýsingar um það meðal annars á heimasíðum Útlendingastofnunar, Vinnumálastofnunar eða Rauða krossins. Ef þú yrðir að flýja til útlanda, hvert myndir þú vilja fara og af hverju? 78 Öll trúarbrögd eiga sama rétt! Ung og gömul eiga sama rétt! Öll kyn eru jöfn! Fötlud og ófötlud eiga sama rétt! Húdlitur skiptir ekki máli!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=