Sameinudu pjódirnar Sameinuðu þjóðirnar eru samtök sem langflest ríki heims eru aðilar að. Þær voru stofnaðar árið 1945, eftir seinni heimsstyrjöldina. Sú styrjöld var svo hryllileg að fólk var almennt sammála um að svona lagað mætti aldrei gerast aftur. Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar til að stuðla að friði og öryggi í heiminum og til að reyna að koma í veg fyrir átök og stríð. Orðið friður þýðir meðal annars að fólk lifi í sátt og samlyndi við aðra. Flest okkar kjósa að búa við frið en ekki átök og spennu. Hefur þú tekið eftir ljósinu frá friðarsúlunni? Hvað finnst þér um þetta útilistaverk? Skoðaðu texta lagsins Imagine eftir John Lennon og Yoko. Um hvað fjallar hann? Er textinn raunsær eða bara draumórar? Hvað finnst þér? Árið 2007 var reist útilistaverk í Viðey sem kallast Friðarsúla en það er há ljóssúla sem varpar sterku ljósi beint upp í himininn til að minna á frið í heiminum. Hún er eftir listakonuna Yoko Ono og tileinkuð eiginmanni hennar, tónlistarmanninum John Lennon sem lést árið 1980. Á hverju ári er kveikt á henni á fæðingardegi Johns, 9. október og slökkt aftur þann 8. desember, á dánardegi hans. Flestir eru sammála um að lagið Imagine sé fallegt og áhrifaríkt og mörgum finnst ljóssúlan sem lýsir upp himininn fallegt tákn sem minnir okkur á frið í heiminum. Öðrum finnst það ekki og segja að ljósið valdi ljósmengun. 6 John var meðlimur í Bítlunum, einni frægustu hljómsveit allra tíma. Hann og Yoko reyndu lengi að vekja athygli á mikilvægi friðar. Neðst á Friðarsúlunni stendur setning á 24 tungumálum: „Að hugsa sér frið“. Á ensku er sagt „Imagine peace“, sem tengist laginu Imagine, sem John og Yoko sömdu.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=