76 Fátækt Hjálparsamtök Peningar eru ekki allt. Þó er líklegt að börn í fátækum fjölskyldum njóti ekki sömu tækifæra og lífsgæða og börn í ríkari fjölskyldum. Auðvitað er mikill munur á ríkum og fátækum fjölskyldum eftir því hvar þær búa í heiminum. Í fátækustu löndum heims getur efnahagur fjölskyldunnar verið spurning um líf og dauða. Eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Víða í heiminum eru starfandi hjálparsamtök sem reyna að styðja við þau sem minna mega sín. Á Íslandi eru til samtök sem aðstoða fátækar fjölskyldur, svo sem Fjölskylduhjálp Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði krossinn og Mæðrastyrksnefnd. Þessi samtök hafa staðið fyrir matargjöfum, fatasöfnun og annarri aðstoð við fjölskyldur sem hafa lent í erfiðleikum. Gjördu svo vel! Njótid! Kærar pakkir!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=