75 Áður hefur verið talað um lífsskilyrði sem segja til um hversu mikla möguleika við höfum á að lifa góðu lífi. Lífsskilyrði fólks hafa batnað mikið síðustu áratugi. Sum segja að ástandið í heiminum hafi aldrei verið betra en einmitt núna. Aldrei hafa fleiri kunnað að lesa og skrifa. Fátæku fólki hefur líka fækkað. Hreint vatn er mjög mikilvægt fyrir lífsskilyrði og núna hafa miklu fleiri aðgang að hreinu vatni en áður. Það má líka benda á að fólk er að eldast. Aldrei hefur verið til jafn mikið af gömlu fólki og nú. Sum telja að réttlæti í heiminum hafi aukist. Önnur telja að ástandið í heiminum sé alls ekki gott. Hverju eigum við að trúa? Munurinn milli ríkra og fátækra er að verða meiri og meiri. Loftslagsbreytingar, mengun og breytingar á veðri koma verst niður á fátækum löndum heims. Ástandid í heiminum Þó að við höfum margvísleg réttindi er ekki þar með sagt að ástandið í heiminum sé allsstaðar gott. Í mörgum löndum er brotið á mannréttindum fólks. Mannréttindayfirlýsingin er yfirlýsing en ekki lög. Öll ríki verða að fara eftir lögum en þau þurfa ekki að fara eftir yfirlýsingum. Þess vegna gerist það stundum að ríki sem hafa samþykkt mannréttindayfirlýsinguna fara illa með fólk og brjóta á réttindum þess. Á Íslandi eru lífsskilyrði mjög góð. Við höfum aðgang að hreinu lofti og vatni og hér ættu engin að þurfa að svelta. Lífsskilyrði fara líka eftir tekjum fjölskyldunnar. Meginreglan er að því hærri tekjur sem fjölskyldan hefur því betri lífsskilyrði hefur hún. Af hverju er pessu svona misskipt í heiminum? Vid ættum öll ad geta haft pad gott! Ég skil pad ekki!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=