Ég og umheimurinn

Gagnrynin hugsun Á hverjum degi fáum við mikið af upplýsingum. Sumar upplýsingar eru jákvæðar og skemmtilegar en aðrar eru neikvæðar og ekki gagnlegar. Flest fáum við upplýsingar úr fjölmiðlum eins og útvarpi, sjónvarpi, dagblöðum eða af samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, TikTok og gervigreind (AI). Enginn þessara miðla getur hins vegar sagt okkur nákvæmlega allt sem er að gerast. Fólk hefur líka mismunandi áhugamál. Það er ekki víst að öll hafi áhuga á íþróttum eða tónlist þó að þú hafir það. Miðlarnir verða að velja hvaða efni þeir birta eða fjalla um. Miðað við magn upplýsinga sem við fáum getur reynst mjög erfitt að meta ástandið í heiminum. Við verðum að þjálfa okkur í gagnrýninni hugsun. Við megum ekki trúa öllu sem við lesum eða heyrum. Við verðum að velta fyrir okkur, efast um allt og meta sjálf hvort eitthvað sé rétt og satt. Hvernig er hægt að greina á milli hvort eitthvað sé satt eða logið? Pad er ekki rétt! Já, ókei! Ég sá á netinu ad pad er óhollt ad borda ávexti! 74

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=