73 Hér eru nokkur dæmi um réttindi og skyldur: Að vera í skóla eru réttindi sem börn hafa á Íslandi. En það eru ekki bara réttindi heldur er skylda að vera í skóla. Skólinn er því dæmi um bæði réttindi og skyldur. Reynið að finna fleiri dæmi um réttindi og skyldur sem börn hafa. Skoðið til dæmis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hópverkefni • Öll börn eiga rétt á menntun og eiga að fá að vera í skóla. • Þú átt rétt á því að skoðanir þínar séu virtar. • Þú átt rétt á heilsugæslu og læknishjálp ef þú veikist. • Þú átt rétt á aðstoð ef þú slasast eða býrð við illa umönnun eða slæmar aðstæður. Réttindi Skyldur • Á Íslandi er skólaskylda þannig að öll börn á aldrinum 6 til 16 ára eiga ekki bara rétt á að ganga í skóla, þau eru almennt líka skyldug til þess. • Þú átt að virða mannréttindi þín og annarra. • Það er skylda þín að hugsa vel um hvað þú segir um aðra og birtir á netinu. Þú mátt ekki búa til falsfréttir um annað fólk. • Það er skylda að hjálpa öðrum sem hafa til dæmis lent í slysi. Þá hringir þú í 112.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=