72 Réttindi og skyldur Mannréttindi eru ekki bara réttindi sem þú hefur heldur líka skyldur gagnvart öðrum. Réttindi og skyldur eru eins og tvær hliðar á sama peningi. Öðrum megin er fjallað um hvað aðrir eigi að gera fyrir þig (réttindi) og hinum megin er fjallað um hvað þú eigir að gera fyrir aðra (skyldur). Það er mikilvægt að muna að þó að þú hafir réttindi, hefurðu aldrei rétt til að brjóta á réttindum annarra. Þú átt rétt til að tjá þig en mátt ekki tala illa um aðra. Haturstal er til dæmis bannað samkvæmt íslenskum lögum. Þú mátt heldur ekki búa til falsfréttir um aðra og birta á netinu. Mannréttindi snúast um að við eigum að fá að lifa frjáls. Við höfum líka rétt til að velja okkur trúarbrögð eða það sem við viljum trúa á. Við eigum líka rétt á að trúa ekki á neitt. Og við eigum rétt á að stofna fjölskyldu ef okkur langar til þess. Hugsaðu smástund um hvaða þarfir þú hefur. Sumar þarfir eru lífsnauðsynlegar eins og þær að hafa nóg að borða og drekka. Aðrar þarfir geta til dæmis verið um að hafa einhvern til að tala við ef þú lendir í vandræðum. Búðu til lista yfir það helsta sem þú þarfnast á hverjum degi. Veltu því líka fyrir þér hvaða skyldur þú hefur gagnvart öðrum. Jú, góda mín, pad er nefnilega skylda ad mæta í skólann. Ég parf ekki ad mæta í skólann -- ég parf ad sofa!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=