Ég og umheimurinn

71 Í þessum kafla ætlum við að læra um: • mannréttindi • réttindi og skyldur • barnaþrælkun • jafnrétti Árið 1948 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar sérstaka mannréttindayfirlýsingu. Í henni stendur að allt fólk sé fætt frjálst og jafnt öðrum að virðingu og réttindum. Öll eigum við jafnan rétt án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungumáls, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Í yfirlýsingunni eru talin upp 30 réttindi sem við ættum öll að hafa. Mannréttindi þýðir sem sagt að við höfum öll ákveðin réttindi sem ekki má taka af okkur. Í yfirlýsingunni um mannréttindi er líka talað um að við eigum öll rétt á að: MANNRÉTTINDI Mannréttindayfirlysing Sameinudu pjódanna læra að lesa, skrifa og mennta okkur hafa skoðanir og rétt til að tjá þær trúa á það sem við viljum eða rétt til þess að trúa á ekki neitt hafa þak yfir höfuðið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=