Ég og umheimurinn

70 Ertu snillingur í að spara eða ertu eyðslukló? Búðu til lista með frábærum sparnaðarráðum. Deildu listanum með hinum í bekknum og fáðu lista frá þeim. Búið svo til sameiginlegan lista með bestu hugmyndunum eða ráðunum. Því er haldið fram að ekki sé hægt að kaupa hamingju. Getur þú nefnt fleira sem líklega er ekki hægt að kaupa fyrir peninga? Hjálpist að við að búa til lista um það sem er eftirsótt og ekki hægt að kaupa. Skoðaðu listann hér fyrir neðan. Raðaðu atriðunum upp eftir því hversu mikilvægir þeir eru fyrir þig. Það sem er númer eitt er mikilvægast og það sem þú vildir síst vera án en hlutur númer tíu er minnst mikilvægur. Ræðið saman í hóp af hverju þið flokkuðuð þetta eins og þið gerið. Vantar eitthvað á þennan lista? Rúm Vinir Sérherbergi Ferðalag Peningar Hvað er skattur? Til hvers er skatturinn notaður? Hvers vegna þarf fólk að borga skatt? 4 5 6 Snjallsími Tölvuleikir Íþróttir Skóli Föt 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=