Ég og umheimurinn

69 • Við getum haft áhrif á lífsstíl okkar. Það kallast borgaravitund þegar við tökum virkan þátt í samfélaginu og gerum okkur grein fyrir réttindum og skyldum okkar. • Samfélagsleg ábyrgð er þegar við gerum eitthvað gott fyrir samfélagið og högum lífi okkar þannig að það valdi ekki öðrum skaða. • Á hverjum degi tökum við fullt af ákvörðunum. Með ábyrgari hegðun getum við haft áhrif á samfélagið og allt okkar líf. • Neyslusamfélag þýðir að við búum í samfélagi þar sem fólk notar peninga til að kaupa allt sem það þarfnast og meira til. Áður fyrr þurfti fólk oft að búa til það sem því vantaði. • Þegar við tölum um opinbera þjónustu er átt við þá þjónustu sem ríkið og sveitarfélögin sjá um. • Ríkið og sveitarfélög nota skattpeninga í ýmiss konar þjónustu við íbúa landsins. Þannig fara skattpeningarnir í að borga fyrir skóla, sjúkrahús, vegi, atvinnuleysisbætur, barnabætur og margt fleira. Samantekt Verkefni Hvað er borgaravitund? Skrifaðu stutta dæmisögu eða myndasögu sem útskýrir hvað borgaravitund er. Auðlindum jarðar er ójafnt skipt á milli fólks og ríkja. Sum lönd eru rík en önnur fátæk. Veldu tvö lönd, eitt sem er ríkt og annað sem er fátækt. Er mikill munur á lífi fólksins sem býr í þessum tveimur löndum? Hvernig? 1 2 Leitaðu upplýsinga, til dæmis á netinu, um aðstæður í löndunum sem þú velur og skrifaðu stutta lýsingu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=