Ég og umheimurinn

67 1. Til hvers notið þið aðallega peninga? 2. Hvað þurfa börn á ykkar aldri mikið af peningum á viku? Færið rök fyrir upphæðinni. Útskýrið hvers vegna þið völduð þessa upphæð en ekki einhverja sem er hærri eða lægri. 3. Eiga börn að fá borgað fyrir að taka þátt í heimilisstörfum? Hvers vegna/hvers vegna ekki? 4. Ræðið saman í hópi og veltið fyrir ykkur hvaða áhrif auglýsingar og áhrifavaldar hafa á ykkur. Hvar horfið þið helst á auglýsingar? Hvers konar vörur eða þjónustu er aðallega verið að auglýsa fyrir ykkur? Haldið þið að auglýsingar hafi áhrif á ykkur? Verkefni Skattar Á Íslandi borgar fólk skatta. Skattur er ein af skyldunum sem við höfum gagnvart samfélaginu. Skattur er ákveðin upphæð sem fer eftir tekjum fólks. Skattar eru gjöld sem við borgum til samfélagsins fyrir það sem við notum sameiginlega. Ríkið og sveitarfélög (stundum kallað opinberir aðilar) nota skattpeningana í allskonar þjónustu sem við njótum öll, til dæmis þarf að borga fyrir skóla, sjúkrahús og vegi. Ýmis önnur þjónusta eins og atvinnuleysisbætur, örorkubætur og barnabætur er líka fjármögnuð með sköttum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=