Ég og umheimurinn

66 Vasapeningar Mörg börn hjálpa til heima, til dæmis með því að ryksuga, taka úr uppþvottavélinni, elda mat eða að passa yngri systkini. Í staðinn fá þau stundum vasapeninga. Sum fá fasta upphæð einu sinni í viku, önnur einu sinni í mánuði og enn önnur bara eftir þörfum. Það er alveg sama hvernig þú eignast peninga – það er alltaf gott að vera með áætlun um hvernig eigi að nota þá. Þú þyrftir til dæmis að ákveða: • Í hvað vil ég nota peningana mína? • Hverju þarf ég mest á að halda? Búðu til lista yfir það sem þig vantar helst. • Hversu mikið á ég að spara og hvernig? Á ég að setja peninga í banka eða eitthvað annað? • Hversu miklu get ég leyft mér að eyða strax? Kosturinn við að spara er að þá getur þú frekar keypt dýrari vörur og það sem þig virkilega langar til að eignast. Ókosturinn er að þú þarft að bíða og sleppa einhverju öðru í staðinn. Flest okkar þurfa að færa einhverjar fórnir þegar við erum að spara. Þú gætir hugsanlega þurft að sleppa því að kaupa laugardagsnammið. Búinn ad ryksuga -- má ég fá pening? PABBI!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=