65 Það er stöðugt verið að reyna að selja okkur eitthvað. Fyrirtæki og áhrifavaldar reyna eftir bestu getu að sannfæra okkur um að varan sem þau auglýsa sé einmitt það sem þig hefur alltaf vantað. Ef þú hefur forgangsraðað þörfum þínum er auðveldara að leiða auglýsingarnar hjá sér. Auðvitað er það ekki alltaf létt því stundum langar okkur bara að láta sannfærast. Markmið auglýsinga er að sannfæra fólk (sem við köllum neytendur) um að kaupa alls konar vörur sem það hefur jafnvel ekki þörf fyrir eða efni á að kaupa. Öll ættum við að spyrja okkur hvort við þörfnumst þess sem verið er að reyna að selja okkur. Spyrjum til dæmis: Hvaða áhrif hefur framleiðsla vörunnar á jörðina eða vistsporið sem við skiljum eftir okkur? Auglýsingar eru ekki bara slæmar því þær gefa okkur upplýsingar um vörur og þjónustu sem við vissum kannski ekki um. Oft stýra þær því hvað við kaupum. Auglysingar Breytti sko lífi mínu! Ómægod! Spons!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=