Ég og umheimurinn

64 Það er mikilvægt að læra um fjármál og byrja að æfa sig í umgengni við peninga. Flest fólk þarf að forgangsraða því sem það vill kaupa. Að forgangsraða þýðir að ákveða hvað þér finnst mikilvægast, næst mikilvægast og svo framvegis. Það sem þér finnst þig helst vanta er sett efst á óskalistann. Ef þú ert til dæmis að safna fyrir hjóli er líklegt að þú þurfir að sleppa einhverju öðru sem þig langar í. Kortavidskipti Hvernig borgar fólk yfirleitt fyrir vörur sem það kaupir? Er fólk með seðla og mynt eða notar það greiðslukort? Á Íslandi nota flest öll greiðslukort, farsíma eða snjallúr til að borga fyrir vörur rafrænt. Þá er búið að tengja símann eða úrið við bankareikning sem notandinn á. Það getur verið erfitt að halda utan um eyðslu þegar greiðslan fer beint af bankareikningi og peningarnir eru þannig ósýnilegir. Mamma, mig langar í svona! Ég á ekki pening fyrir pessu. Pú borgar bara med úrinu! Peningarnir pínir

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=