62 Það er mikill munur á milli samfélaga og menningarheima þegar kemur að því hvað telst nauðsynlegt til að lifa góðu lífi. Kínverski heimspekingurinn Lao-Tse sagði eitt sinn að ef við ættum meira en þrjá hluti, gætu hlutirnir farið að stýra okkur frekar en við þeim. Enn í dag fylgja margir búddamunkar í Asíu einföldu líferni og eiga aðeins það allra nauðsynlegasta – oft aðeins klæði sín, staf og skál. Í vestrænum samfélögum er algengt að litið sé á ákveðna hluti, eins og húsnæði, sjónvarp og snjallsíma, sem hluta af grunnþörfum daglegs lífs. Á öðrum stöðum í heiminum gæti fólk haldið að þau væru rík sem ættu svona hluti. Þetta sýnir hvernig hugmyndir um lífsnauðsynjar eru breytilegar eftir samfélögum. Hvernig myndir þú útskýra hvað það er að vera ríkur? En fátækur? Öll berum vid ábyrgd Við höfum áður talað um ójöfnuð í heiminum, neyslusamfélag og lífsstíl. Nú skulum við rifja upp hvað þessi hugtök merkja: • Ójöfnuður þýðir að sum okkar fá og eiga meira en önnur. • Neyslusamfélag þýðir að við kaupum mat og hluti sem við þurfum (og þurfum stundum ekki) en hendum líka miklu af því sem við kaupum. • Lífsstíll merkir hvernig lífi við lifum, hvaða venjur og ákvarðanir við tökum. Ef við viljum betri heim verðum við að taka ábyrgð á okkar eigin lífsstíl. Mörg halda að það sem þau gera skipti engu máli. Ef við hugsum öll þannig þá mun ekkert breytast. Það getur verið mikill munur milli samfélaga hvað telst nauðsynlegt til að komast af og hvað ekki. Sum landsvæði hafa ekki rafmagn og þar skipta símar og tölvur engu máli. Fátækt finnst í öllum ríkjum heims, líka á Íslandi. Hér er sumt fólk svo fátækt að það á varla fyrir mat á meðan önnur skortir ekki neitt. Flest okkar hér á Íslandi erum þarna einhvers staðar mitt á milli.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=